Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, segir að eftirlit Sjúkratrygginga Íslands með þeirri heilbrigðisþjónustu sem stofnunin kaupir af einkaaðilum sé „kerfisbundið“ og ítarlegt. Þetta kemur fram í svörum frá ráðherranum við spurningum Oddnýjar Harðarsdóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um starfsemi Sjúkratrygginga Íslands sem birt var á vef Alþingis um miðjan mánuðinn.
Stóraukin einkarekstrarvæðing hefur verið í heilbrigðiskerfinu eftir að Willum Þór Þórsson tók við sem heilbrigðisráðherra og er stöðugt verið að útvista nýjum aðgerðaforum til einkaaðila. Meðal annars liðskiptaaðgerðum í fyrra og brjósklosaðgerðum. Þessari auknu einkavæðingu hefur ekki fylgt aukið eftirlit með þeim fjármunum sem fara frá ríkinu til einkaaðila.
Orðrétt sagði Willum Þór um eftirlit Sjúkratrygginga Íslands með einkarekinni heilbrigðisþjónustu: „Sjúkratryggingar eru með kerfisbundið eftirlit með þjónustu sem veitt er samkvæmt samningum við stofnunina. Eftirlitið felst m.a. í greiningu innsendra gagna, skoðun frávika sem fram koma og yfirferð ábendinga sem berast utan frá. Eftir atvikum er málum fylgt eftir með því að óska skýringa og frekari upplýsinga frá veitendum heilbrigðisþjónustu og með heimsóknum á starfstofur. Komi í ljós frávik frá samningum eða frá viðmiðum um gagnreynda meðferð er því fylgt eftir með viðeigandi úrræðum sem lög um sjúkratryggingar skilgreina.“
„Það er fyllsta ástæða til að hafa meira eftirlit með þeirri þjónustu sem greitt er fyrir úr opinberum sjóðum á Íslandi.“
Skortur á eftirliti gagnrýndur
Einn af þeim sem hefur tjáð sig um eftirlitið með keyptri heilbrigðisþjónustu hjá ríkinu almennt séð er Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans. Hann hefur bæði áhyggjur af því að einkavæðing í heilbrigðiskerfinu geti orðið „stjórnlaus“, og kallar eftir allsherjarendurskoðun á heilbrigðisþjónustu í landinu, en bendir líka á að eftirlit með þeim peningum sem greiddir eru frá ríkinu sé ekki nægilega gott: „Það er fyllsta ástæða til að hafa meira eftirlit með þeirri þjónustu sem greitt er fyrir úr opinberum sjóðum á Íslandi.“
Heimildin hefur meðal annars greint frá því að reikningar frá einkarekna heilbrigðisfyrirtækinu Klíníkinni hafi verið til skoðunar hjá Sjúkratryggingum Íslands. Í slíkum tilfellum getur verið um ofrukkanir að ræða fyrir veitta heilbrigðisþjónustu eða að rukkað sé fyrir þjónustu sem ekki var veitt með réttum hætti. Ekkert hefur frést af því hvert sú skoðun hefur leitt þar sem Sjúkratryggingar Íslands hafa ekki viljað svara spurningum um málið.
Það hefur angrað mig mikið. Ég þurfti að skipta um tannlækni og komin á flotta stofu í Kópavogi, þar sem sjúklindurinn fær meðhöndlun eins og verið sé slökunarmeðferð. Það eru heitir vettlingar og teppi. Heimsóknin getur tekið 1-2 klt. af því að þetta er svona færibandavinna, margir læknar koma að. Svo kemur reikningur t.d. eins og hjá mér fyrir viðgerð sem var bara tanntaka, mjög einföld án skurðhnífa, og deyfingu. En reikningurinn var fyrir tanntöku og skurðaðgerð o.fl. man ekki hvað ég held að ég hafi borgað tæp 30.000 af heildarreikningi sem var yfir 90.000.
Vil ekki einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Eftirlit verður aldrei almennilegt.