Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Þingsályktun um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið lögð fram

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hef­ur lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um rann­sókn á Súð­ar­vík­ur­flóð­inu 1995. Að­stand­end­ur hinna látnu hafa kall­að eft­ir óháðri rann­sókn á að­drag­anda og eft­ir­mál­um ham­far­anna í fjölda ára.

Þingsályktun um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið lögð fram
Fjórtán létust í Súðavík þegar snjóflóð féll á bæinn í janúar 1995. Mynd: RAX

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd lagði í dag fram þingsályktunartillögu um skipun þriggja manna nefndar til að rannsaka málsatvik í tengslum við snjóflóðið sem féll á Súðavík 16. janúar 1995. 

Hljóti tillagan brautargengi yrði rannsóknarnefndinni gert að draga saman og útbúa upplýsingar um málsatvik til að varpa ljósi á ákvarðanir og verklag stjórnvalda. Á það meðal annars um hvernig staðið var að ákvörðunum um snjóflóðavarnir og upplýsingagjöf um hættu til íbúa, framkvæmd almannavarna í aðdraganda og kjölfar flóðsins og eftirfylgni stjórnvalda.

Í þingsályktuninni segir að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd meti það að mikilvægt sé að hlutlæg og óháð rannsókn fari fram. En ljóst sé að ekki hafi farið fram óhlutdræg rannsókn í kjölfar snjóðflóðsins á Súðavík 1995. „Hefur það skapað tortryggni og vantraust gagnvart stjórnvöldum sem mikilvægt er að eyða. Taka þarf til rannsóknar málsatvik svo að leiða megi í ljós hvernig staðið var að ákvörðunum og verklagi stjórnvalda í tengslum við snjóflóðið í Súðavík.“

Á grundvelli slíkrar athugunar geta Alþingi og stjórnvöld metið hvort af atburðunum hafi verið dreginn lærdómur og hvort úrbóta sé þörf. Tekið er fram að nefndin hafi ekki orðið þess áskynja að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað.

Ítrekuðum beiðnum um rannsókn hafði verið hafnað

Tillagan að rannsókninni er gerð í kjölfar beiðni aðstandenda þrettán þeirra sem fórust í snjóflóðinu. En þeir vilja að fram fari opinber rannsókn á bæði aðdraganda og eftirmálum flóðsins. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti beiðnina um skipun nefndar til að fara með rannsóknina í janúar. Síðan þá hefur málið beðið formlegrar afgreiðslu. 

Snjóflóðið sem féll á Súðavík árið 1995 varð 14 manns að bana. Þar af voru 8 börn. Stuttu eftir að flóðið féll fóru ættingjar þeirra látnu fram á að óháð opinber rannsókn yrði gerð á viðbrögðum yfirvalda við yfirvofandi hættu, misserin og dagana fyrir flóðið.

Beiðnum aðstandenda var hafnað af ráðherrum, ríkissaksóknara og umboðsmanni Alþingis allt til ársins 2005. Var það rökstutt með þeim hætti að rannsókn hefði þegar farið fram af hálfu almannavarna sem birtist 1996. 

Almannavarnir komust þar að því að ekki hefði verið hægt að forða manntjóni í flóðunum. Rannsóknin var harðlega gagnrýnd fyrir innra ósamræmi og það að sömu aðilar og borið hefðu ábyrgð væru að rýna eigin verk. Enn fremur hafði skýrsla almannavarna verið unnin með talsverðum hraða.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafði málið til umfjöllunar síðan í júní 2023. En þá sendi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra formanni þingnefndarinnar bréf þar sem hún sagðist telja að rannsóknarnefnd gæti skapað traust um niðurstöður rannsóknar á aðdraganda og eftirmálum snjóflóðanna.  

Vanræksla í aðdraganda flóðsins

Í fyrra rannsakaði Heimildin aðdraganda og eftirmál Súðavíkurflóðsins. Úr rannsókninni komu þó nokkrar vísbendingar um að yfirvöld hefðu sýnt af sér vanrækslu í aðdraganda flóðsins. Til dæmis gerði hættumat á svæðinu ráð fyrir snjóflóðavarnargörðum sem aldrei risu, enn fremur hefðu mistök verið gerð þegar hættumatskort var teiknað.

Hafði þetta í för með sér að almannavarnir töldu ranglega að ekkert þeirra húsa sem lentu í flóðinu væru á hættusvæði.  Í reynd voru þrjú íbúðarhús og leikskóli inni á hættusvæðinu og fóru öll húsin undir flóðið.

Þetta er í fimmta sinn sem Alþingi skipar rannsóknarnefnd en í fyrsta skipti sem nefnd er falið að rannsaka mál sem ekki tengist falli bankanna eða aðdraganda þess með einhverjum hætti.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Súðavíkurflóðið

Þingið samþykkir tillögu um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið
FréttirSúðavíkurflóðið

Þing­ið sam­þykk­ir til­lögu um skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar um Súða­vík­ur­flóð­ið

Al­þingi sam­þykkti rétt í þessu að skipa rann­sókn­ar­nefnd vegna snjóflóðs­ins sem féll á Súða­vík í janú­ar 1995. Fjöl­mörg­um spurn­ing­um er ósvar­að um það hvernig yf­ir­völd brugð­ust við í að­drag­anda og eft­ir­leik flóð­anna. Fjór­tán lét­ust í flóð­inu þar af átta börn. Að­stand­end­ur hinna látnu hafa far­ið fram á slíka rann­sókn síð­an flóð­ið varð. Nýj­ar upp­lýs­ing­ar í mál­inu komu fram í rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir ári.
Almannavarnir rannsaka sjálfar sig eftir að rannsóknarnefnd var aflögð
Fréttir

Al­manna­varn­ir rann­saka sjálf­ar sig eft­ir að rann­sókn­ar­nefnd var af­lögð

Þrátt fyr­ir ít­rek­að al­manna­varn­ar­ástand á und­an­förn­um ár­um og for­dæma­laus­ar íþyngj­andi að­gerð­ir í tengsl­um við þær, lögðu stjórn­völd nið­ur nefnd sem ætl­að var að rann­saka hvernig yf­ir­völd al­manna­varna færu að í slíku ástandi. Dóms­mála­ráð­herra færði eft­ir­lit­ið yf­ir til al­manna­varna sjálfra eft­ir að hafa rök­stutt það að leggja af nefnd­ina, með þeim rök­um að hans eig­in ráðu­neyt­ið hefði aldrei gert henni kleift að sinna skyld­um sín­um.
Katrín bendir þinginu á að rannsaka aðdraganda og eftirmál Súðarvíkurflóðanna
FréttirSúðavíkurflóðið

Katrín bend­ir þing­inu á að rann­saka að­drag­anda og eft­ir­mál Súð­ar­vík­ur­flóð­anna

Í bréfi sem Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra sendi Þór­unni Svein­bjarn­ar­dótt­ur, for­manni stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Al­þing­is, seg­ist hún telja að rann­sókn­ar­nefnd á veg­um Al­þing­is væri til þess fall­in að skapa traust um nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar á að­drag­anda og eft­ir­mál­um snjóflóð­anna í Súða­vík 1995. Flóð­in hafi ver­ið reið­arslag fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag.
Hættan í Súðavík skjalfest áratug fyrr af sérfræðingi Veðurstofu
ViðtalSúðavíkurflóðið

Hætt­an í Súða­vík skjalfest ára­tug fyrr af sér­fræð­ingi Veð­ur­stofu

Vinnu­gögn snjóflóða­sér­fræð­ings sem starf­aði á Veð­ur­stof­unni til 1984 sýna að snjóflóða­hætta í Súða­vík var mun meiri á því svæði sem seinna var sagt hættu­laust en fór und­ir snjóflóð ár­ið 1995. Höf­und­ur þess furð­ar sig á því að yf­ir­völd hafi sett fram hættumat, sem stang­að­ist á við þeirra eig­in gögn.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár