Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Við erum ekki í Amazon – við erum á Íslandi“

Stór­tæk skóg­rækt á Ís­landi gæti sam­kvæmt nið­ur­stöð­um nýrr­ar rann­sókn­ar skil­að litl­um ef nokkr­um ávinn­ingi fyr­ir lofts­lag­ið. „Það er ekki hægt að gróð­ur­setja bara tré og ætla þannig að redda mál­un­um og bjarga heim­in­um,“ seg­ir Pawel Wasowicz, doktor í grasa­fræði. Nátt­úr­an sé ekki ein­föld og á hana ekki hægt að leika.

„Við erum ekki í Amazon – við erum á Íslandi“
Stórtæk skógrækt „Það þarf að setja rétt tré á réttan stað, eins og stundum er sagt,“ segir grasafræðingurinn Pawel Wasowicz. „En að setja hvaða tré sem er, hvar sem er, hjálpar ekki neitt.“ Mynd: Golli

Trumpískir loftslagsafneitarar“ og „auðnusinnar“ eru lýsingar sem hafa verið látnar flakka á samfélagsmiðlum um þá sem deilt hafa fréttum af nýrri rannsókn á notkun skógræktar í nafni loftslags – aðgerð sem mikið hefur verið horft til, m.a. af stjórnvöldum hér á landi, í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Svo heitar hafa umræðurnar verið að tala má um hávaðarifrildi.

 „Að mínu viti er ekki tilefni til að rífast mikið um þetta því hér eru á ferðinni niðurstöður rannsókna, sem birtar hafa verið í einu virtasta vísindatímariti heims,“ segir Pawel Wasowicz, doktor í grasafræði, sem starfar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. „En við þurfum að ræða þetta og ræða hvaða þýðingu þetta gæti haft.“ Það þurfi að gera með málefnalegum hætti, á vísindalegum grunni og helst án mikillar tilfinningasemi.

GrasafræðingurPawel Wasowicz.

Tilvist rannsóknarinnar sem vakið hefur þessi tilfinningaríku viðbrögð varð íslenskum almenningi fyrst ljós í frétt á vef RÚV 11. apríl undir fyrirsögninni: …

Kjósa
52
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • jon petur kristjansson skrifaði
    Mengum meir með innflutning á milljónum tonna af timbri ! Auðvitað frekar en að rækta nytjaskóga bara sjálf, Flutningaskip menga milljón sinnum meir en bílar á jörðinni. Tré hafa ekkert að gera með endurkast frekar en sjórinn, það er endurkast frá öllu ! en það gera smáagnir í andrúmsloftinu aftur á móti (koma í veg fyrir að hiti fari úr andrúmsloftinu) ! Svona kjaftæði kemur beint út úr Sérhagsmunagæslu frá vísindamönnum sem búa á einu mengaðasta svæði í Veröldinni ! Og votlendiskjaftæðið er rugl ! Tré taka í sig Koltvísýring allt árið og spara innflutning ! Votlendi er bara Vatnsflaska með úldnum plöntum og þjónar núll tilgangi enda frosin jörð minnst 4-5 mánuði á ári !!
    0
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Hér gera tvö gáfumenni alvarlegar athugasemdir við grein Paawels án þess auðvitað að hafa nokkra þekkingu á málefninu. En kannski hagsmuni
    1
  • GEJ
    Gudmundur Eyjólfur Jóelsson skrifaði
    Hm allir vilja vera vitrir nú til dags en í Íslendingasögum er sagt að hafi verið mun meiri skógur hér þá en er nú og var mun hlýrra minni jöklar sem auðvitað fylgir hlýum loftmassa, en er á því að nátúran fari í hringi og eitthvað sem við ráðum engan veginn við, en heldur vil ég sjá skoga en örfoka land og halda því fram að skógrækt á Íslandi bjargi öllu er bara fásinna að halda slíku fram eins og það er fásinna að halda því fram að eigi að ganga hægt um gleðinar dyr í skógrækt, skógrækt gerir meira en að binda kolefnið hún bindur jarðveginn og kemur í veg fyri örfoka land, vil meina að skógrækt sé af hinu góða bæði fyror land og fólk.
    -2
  • Gunnlaugur H. Jónsson skrifaði
    Það má hafa í huga að það skaðar ekki að það hlýni á norðurhveli þegar þar er frost og snjór yfir jörð. Kolefnisbinding á norðurhveli gagnast hins vegar ollum heiminum því hún minnkar CO2 í ollum lofthjúpnum og dregur úr gróðurhúsaáhrifum.
    -4
    • SÍF
      Sveinn í Felli skrifaði
      Gunnlaugur, þú gleymdir alveg að lesa greinina; þar er verið að fjalla um að mögulega vegur hitnun vegna minna endurkasts alveg upp gróðann af kolefnisbindingunni og kannski rúmlega það. Og ef kolefnisbindingin væri á formi lauftrjáa sem endurkasta betur birtu sólar, þá væri það betra.
      3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár