Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fylgi Framsóknar í Reykjavík fjórðungur af kjörfylgi

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem var sig­ur­veg­ari síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­inga þeg­ar flokk­ur­inn fékk 18,7 pró­sent at­kvæða, mæl­ist nú með ein­ung­is 4,5 pró­sent fylgi í höf­uð­borg­inni. Hinir flokk­arn­ir í meiri­hlut­an­um hafa hins veg­ar bætt við sig fylgi á kjör­tíma­bil­inu.

Fylgi Framsóknar í Reykjavík fjórðungur af kjörfylgi
Í brekku Einar Þorsteinsson tók við sem borgarstjóri í byrjun árs. Mynd: Bára Huld Beck

Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn í Reykjavíkurborg í nýrri könnun Maskínu sem framkvæmd var í mars. Fylgi flokksins mælist 25,6 prósent en skammt á hæla hans kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 23,2 prósent. Báðir flokkar eru á svipuðum slóðum og í síðustu mælingu sem framkvæmd var í nóvember í fyrra. Samfylkingin hefur samkvæmt þessu bætt við sig 5,3 prósentustigum frá síðustu kosningum vorið 2022 og Sjálfstæðisflokkurinn, sem var stærsti flokkurinn í borginni eftir þær, tapað 1,3 prósentustigum.  

Meirihlutinn í borginni, sem skipaður er Samfylkingu, Pírötum, Viðreisn og Framsóknarflokki, mælist samtals með 51,3 prósent fylgi sem er minna en þau 55,8 prósent sem flokkarnir í meirihlutanum fengu í síðustu kosningum. Þetta er staðan þrátt fyrir að þrír þeirra: Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mælist með meira fylgi nú en þá, eða alls 9,6 prósentustigum meira.

Ástæðan er gríðarlegt fylgistap Framsóknarflokksins, sem fékk 18,7 prósent atkvæða í kosningunum 2022 en mælst nú með 4,5 prósent fylgi. Framsókn, sem leidd er af Einari Þorsteinssyni núverandi borgarstjóra, er því að mælast með fjórðung þess fylgis sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. 

Eini Flokkurinn sem mælist minni en Framsókn af þeim sem eiga fulltrúa í borgarstjórn eru Vinstri græn, en einungis 3,8 prósent borgarbúa segja að þeir gætu hugsað sér að kjósa þann flokk í einu helsta höfuðvígi hans. Það er svipuð niðurstaða og kom upp úr kjörkössunum 2022, þegar fjögur prósent kusu Vinstri græn sem rétt skilaði flokknum einum borgarfulltrúa. 

Sósíalistaflokkur Íslands mælist nú rétt yfir kjörfylgi með 8,5 prósent og Flokkur fólksins sömuleiðis, með 6,7 prósent fylgi. Miðflokkurinn, sem náði ekki inn manni í síðustu kosningum, mælist nú með 6,5 prósent stuðning.

Dagur vinsælli eftir að hann færði sig

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, hætti sem borgarstjóri í byrjun þessa árs í samræmi við samkomulag þess efnis sem gert var við myndun síðasta meirihluta í borginni. Hann hafði þá setið í þeim stóli í næstum áratug samfleytt og verið umdeildur. Í ágúst síðastliðnum nefndu einungis 13 prósent Dag sem þann borgarfulltrúa sem þeim fannst hafa staðið sig best á kjörtímabilinu. Vinsældir hans virðast hafa vaxið skarpt við það að hann færði sig yfir í hlutverk formanns borgarráðs því nú segja 22 prósent borgarbúa að Dagur sé að standa sig best allra borgarbúa. Til samanburðar telja sjö prósent að Einar Þorsteinsson, sitjandi borgarstjóri, hafi staðið sig best og ellefu prósent að Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins.

Eini borgarfulltrúinn sem mælist í námunda við Dag er Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands, en 19 prósent borgarbúa telja hana hafa staðið sig best allra borgarfulltrúa. Tölur Sönnu hafa líka farið vaxandi á kjörtímabilinu en í lok fyrrasumars nefndu 14 prósent hana sem svar við spurningunni um hver hefði staðið sig best. 

Færri óánægðir með meirihlutann en áður

Maskína spyr líka reglulega um hvort fólki finnist meirihlutinn og minnihlutinn í Reykjavík standa sig vel eða illa. Í nýjustu könnunni fækkar þeim sem telja meirihlutann standa sig illa úr 50 í 44 prósent en þeim sem telja hann standa sig vel stendur nánast í stað, fer úr 18 í 19 prósent. Hlutfall þeirra sem telja meirihlutann vera að standa sig illa hefur ekki mælst minna á þessu kjörtímabili, sem er nú um það bil hálfnað. Að uppistöðu eru það kjósendur Sjálfstæðisflokks og Miðflokks sem telja meirihlutann standa sig illa. 

Staðan hjá minnihlutanum er mjög svipuð og hjá meirihlutanum. Alls segja 44 prósent að hann hafi staðið sig illa sem er lægsta hlutfall sem telur slíkt það sem af er kjörtímabili. Einungis tíu prósent segja að minnihlutinn sé að standa sig vel sem er mjög svipað hlutfall og verið hefur í öðrum mælingum á kjörtímabilinu.

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár