Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Ríkið braut á mannréttindasáttmálanum í alþingiskosningum

Ís­lenska rík­ið braut lög við eft­ir­mála Al­þing­is­kosn­inga í Norð­vest­ur­kjör­dæmi ár­ið 2021, að mati Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. Magnús Norð­dahl og Guð­mund­ur Gunn­ars­son, sem hefðu kom­ist inn á þing fyr­ir end­urtaln­ingu, fá um tvær millj­ón­ir á mann í bæt­ur vegna máls­ins.

Ríkið braut á mannréttindasáttmálanum í alþingiskosningum
Náðu ekki inn Guðmundur og Magnús kvörtuðu til Mannréttindadómstólsins vegna framkvæmdarinnar og uppskáru erindi sem erfiði.

Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í dómi sem kveðinn var upp í morgun að íslenska ríkið hafi brotið á mannréttindasáttmála Evrópu í alþingiskosningunum 2021, í kjölfar endurtalningar atkvæða í Norðvesturkjördæmi. 

Magnús Davíð Norðdahl og Guðmundur Gunnarsson, sem hefðu komist inn á þing miðað við fyrstu útgefnu talningu atkvæða en gerðu það ekki eftir endurtalningu atkvæða, fóru með málið til Mannréttindadómstólsins. Dómstóllinn hefur gert íslenska ríkinu að greiða hvorum um sig 13.000 evrur í bætur, eða það sem nemur um tveimur milljónum króna. Magnús bauð sig fram fyrir Pírata og Guðmundur fyrir Viðreisn.

Málið snerist um meint misferli við endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum árið 2021, breytingar á úthlutun jöfnunarsæta í kjölfarið og rannsókn Alþingis á kærum eftir kosningar.

Eins og áður hefur komið fram voru talsverðir annmarkar á framkvæmd kosninganna en kjörgögn lágu óinnsigluð frá kjördegi og til talningadags daginn eftir. 

Það var samhljóma álit Mannréttindadómstólsins að ríkið hafi brotið á rétti til frjálra kosninga og rétti til skilvirks úrræðis.

Mannréttindadómstóllinn taldi að þótt málsmeðferð Alþingis vegna kvartana mannanna hefði verið sanngjörn, málefnaleg og tryggt nægilega rökstudda niðurstöðu, hefði hana skort nauðsynlegar varnir til þess að gæta hlutleysi og Alþingi hafi haft nær takmarkalaust vald til ákvarðana. 

Skekkjan hafði áhrif á fimm þingmenn 

Þær manna­breyt­ingar sem urðu þegar skekkjan í taln­ing­unni í Borg­ar­nesi kom í ljós á snertu jöfn­un­ar­þing­menn fimm flokka.

Hjá Við­reisn varð Guð­mundur Gunn­ars­son ekki þing­maður Norð­vest­ur­kjör­dæm­is, heldur Guð­brandur Ein­ars­son þing­maður Suð­ur­kjör­dæm­is. Mið­flokks­mað­ur­inn Karl Gauti Hjalta­son varð ekki þing­maður Suð­vest­ur­kjör­dæmis og í stað hans kom Berg­þór Óla­son inn sem þing­maður Norð­vest­ur­kjör­dæm­is.

Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir þing­maður Sam­fylk­ingar fór ekki inn á þing fyrir Reykja­vík suð­ur, heldur varð Jóhann Páll Jóhanns­son þing­maður Reykja­vík­ur­kjör­dæmis norð­ur. Hjá Pírötum varð Lenya Rún Taha Karim ekki þing­maður í Reykja­vík norð­ur, heldur Gísli Rafn Ólafs­son þing­maður Suð­vest­ur­kjör­dæm­is. Hjá Vinstri grænum varð Orri Páll Jóhanns­son síðan þing­maður Reykja­víkur norð­ur, en Hólm­fríður Árna­dóttir odd­viti flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi datt út af þingi. 

Tilkynningu um dóminn má lesa hér

Fréttin hefur verið uppfærð

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SFG
    Sveinn Flóki Guðmundsson skrifaði
    Hvers vegna hefur Katrín Jakobsdóttir ekki þurft að svara neinum spurningum varðandi þetta mál í forsetakosningabaráttunni? Hún ber ríka ábyrgð á brotlendingu þessa máls, að gera óboðlega framkvæmd góða og gilda með staðfestingu kjörbréfa samkvæmt lögleysuendurtalningu.
    1
  • Grétar Reynisson skrifaði
    🍌
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
4
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
6
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár