Í nýjasta þætti Pressu komu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda, til þess að ræða nýlega samþykktar breytingar á búvörulögum.
Viðmælendurnir voru allir sammála um að lagabreytingarnar hafi ekki aðeins verið ónauðsynlegar heldur einnig skaðlegar. Töldu allir þrír vinnubrögð alþingis hafa verið óvönduð og tortryggileg.
Með lagasetningunni hafi sjónarmiðum um eðlilega samkeppni verið kastað á glæ fyrir hagsmuni fárra stórfyrirtækja hér landinu. Með nýjum lögum fá stór framleiðendafélög á borð við Mata og Kaupfélag Skagfirðinga víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum.
Undanþágurnar gera fyrirtækjunum kleift til að koma sér saman um kaup- og söluverð á landbúnaðaafurðum, sem allir þrír viðmælendur voru sammála um að myndi koma illa niður á bændum aðilum í fyrirtækjarrekstri, og neytendum í landinu.
Fær hnút í magann við að hugsa um þetta mál
Þrátt fyrir harða gagnrýni frá ýmsum hagsmunasamtök …
Athugasemdir