1. Lækka verðbólgu
Baráttan við verðbólguna er endurunnið verkefni, enda ekki hálft ár liðið síðan að stjórnarflokkarnir þrír ákváðu að endurskilgreina samstarf sitt þannig að það hefði einn tilgang, að berjast við verðbólgu.
Afraksturinn var sameiginleg yfirlýsing þar sem sagði meðal annars að „til að ná sátt og jafnvægi í íslensku samfélagi verður áhersla ríkisstjórnar Íslands næstu mánuði fyrst og fremst á efnahagsmálin og það brýna verkefni að ná niður verðbólgu og vöxtum“.
Vonir stóðu til þess að ef kjarasamningar næðust til lengri tíma væri hægt að búast við árangri í þeirri baráttu sem myndi skila því að vextir fyrir heimili og fyrirtæki gætu lækkað. Til að liðka fyrir gerð þeirra kjarasamninga skuldbatt ríkið sig, fyrir rúmum mánuði síðan, til að eyða 80 milljörðum króna á fjórum árum. Sú útgjaldaaukning er enn sem komið er ófjármögnuð. Framsókn og Vinstri græn hafa viljað sækja auknar tekjur í ríkissjóð með „aðhaldi á …
Athugasemdir (1)