Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Áhersla á þrjú mál sem enginn sátt er um

Þeg­ar rík­is­stjórn­in var kynnt á mið­viku­dag sagði Bjarni Bene­dikts­son að þrjú mál yrðu á odd­in­um: Bar­átt­an við verð­bólg­una, út­lend­inga­mál og orku­mál. Ekk­ert þess­ara mála var út­kljáð í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­un­um og hug­mynd­ir flokk­anna þriggja um lausn þeirra eru æði ólík­ar.

Áhersla á þrjú mál sem enginn sátt er um
Leiðtoginn eltur Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Sigurður Ingi Jóhannsson ganga á eftir nýjum forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni, eftir göngum Hörpu til að kynna fyrir blaðamönnum það sem ríkisstjórn þeirra stendur fyrir. Mynd: Golli

1. Lækka verðbólgu

Baráttan við verðbólguna er endurunnið verkefni, enda ekki hálft ár liðið síðan að stjórnarflokkarnir þrír ákváðu að endurskilgreina samstarf sitt þannig að það hefði einn tilgang, að berjast við verðbólgu.

Afraksturinn var sameiginleg yfirlýsing þar sem sagði meðal annars að „til að ná sátt og jafnvægi í íslensku samfélagi verður áhersla ríkisstjórnar Íslands næstu mánuði fyrst og fremst á efnahagsmálin og það brýna verkefni að ná niður verðbólgu og vöxtum“. 

Vonir stóðu til þess að ef kjarasamningar næðust til lengri tíma væri hægt að búast við árangri í þeirri baráttu sem myndi skila því að vextir fyrir heimili og fyrirtæki gætu lækkað. Til að liðka fyrir gerð þeirra kjarasamninga skuldbatt ríkið sig, fyrir rúmum mánuði síðan, til að eyða 80 milljörðum króna á fjórum árum. Sú útgjaldaaukning er enn sem komið er ófjármögnuð. Framsókn og Vinstri græn hafa viljað sækja auknar tekjur í ríkissjóð með „aðhaldi á …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • KÞM
    Kristín Þ. Magnúsdóttir skrifaði
    Þessar ríkisstjórnaleifum er skítsama um landið, miðin og fólkið. Nú verður farið með krumlurnar í alla vasa og ryksugan sett í gang.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár