Evrópuþingið samþykkti umfangsmikinn sáttmála um fólksflutninga og hælisleitendur með naumum meirihluta. Sáttmálinn gerir núverandi reglur langtum strangari. Auðveldara verður að brottvísa hælisleitendum og ríkjum ESB fjær landamærunum er gert að deila byrðinni með því að taka að sér fleiri hælisleitendur eða veita landamæraríkjum, eins og Ítalíu og Grikklandi, fjármagn í staðinn.
Sáttmálinn er afrakstur víðs samráðs flokka frá vinstra megin við miðju til hins hefðbundna hægris og er talin tilraun til að endurheimta fylgistap til popúlískra flokka í innflytjendamálum. Öfga-hægri flokkar segja sáttmálann alltof linan, en flokkar lengst til vinstri ásamt meira en 160 mannréttindasamtökum, þar á meðal Amnesty International og Human Rights Watch, gagnrýna sáttmálann harðlega og segja hann munu leiða til frekari þjáningar, minni verndar og mannréttindabrota.
Athugasemdir