Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Evrópuþing þrengir að hælisleitendum

Nýr sátt­máli Evr­ópu­þings herð­ir veru­lega regl­ur um fólks­flutn­inga og hæl­is­leit­end­ur.

Evrópuþing þrengir að hælisleitendum
Forsetinn Ursula von der Leyen er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Mynd: EPA

Evrópuþingið samþykkti umfangsmikinn sáttmála um fólksflutninga og hælisleitendur með naumum meirihluta. Sáttmálinn gerir núverandi reglur langtum strangari. Auðveldara verður að brottvísa hælisleitendum og ríkjum ESB fjær landamærunum er gert að deila byrðinni með því að taka að sér fleiri hælisleitendur eða veita landamæraríkjum, eins og Ítalíu og Grikklandi, fjármagn í staðinn. 

Sáttmálinn er afrakstur víðs samráðs flokka frá vinstra megin við miðju til hins hefðbundna hægris og er talin tilraun til að endurheimta fylgistap til popúlískra flokka í innflytjendamálum. Öfga-hægri flokkar segja sáttmálann alltof linan, en flokkar lengst til vinstri ásamt meira en 160 mannréttindasamtökum, þar á meðal Amnesty International og Human Rights Watch, gagnrýna sáttmálann harðlega og segja hann munu leiða til frekari þjáningar, minni verndar og mannréttindabrota.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
4
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
5
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár