Sigurður Ingi Jóhannsson, sem brátt mun taka við sem fjármálaráðherra, segir að í viðtali við blaðamann Heimildarinnar að ríkisstjórnarflokkunum hafi undafarna daga tekist að brúa ýmis bil sem eru á milli flokkanna til þess að tryggja áframhaldandi stjórnarsamstarf.
Þrátt fyrir ólíkar stefnur til málaflokka á borð við orkumál, útlendingamál og efnahagsmál hefur stjórnarflokkunum tekist að forgangsraða verkefnum sem þeir telji brýnt að að leysa á þessu þingi. Nefnir Sigurður þar til dæmis útlendinga og orkumál.
Þá segir Sigurður Ingi núverandi ríkisstjórn hafa mikla reynslu af því að miðla málum allt frá því að flokkarnir hófu samstarf sitt árið 2017.
Hann viðurkennir þó að vinna og samtöl milli stjórnarflokka muni halda áfram það sem eftir er af kjörtímabilinu og enn eigi eftir að koma sér saman um ýmis mál.
Vill lítið tjá sig um hugsanlegan hvalrekaskatt
Ljóst er að ríkisstjórnarflokkunum greinir á um hvaða aðgerðir eigi að grípa til þess …
Athugasemdir