Ármann Þorvaldsson var aðstoðarforstjóri almenningshlutafélagsins Kviku og stjórnarformaður bresks dótturfélags bankans þegar það keypti meirihluta í breska fasteignaveðlánafyrirtækinu Ortus Secured Finance árið 2022. Hann stofnaði og stýrði Ortus og var hluthafi í félaginu sem Kvika endaði svo á að kaupa á uppsprengdu verði vegna hárrar viðskiptavildar auk þess sem viðskiptafélagar hans högnuðust á kaupunum. Kvika er að stóru leyti í eigu lífeyrissjóða sem fara sameiginlega með um 40 prósenta hlut í bankanum – af 10 stærstu hluthöfunum eru 7 lífeyrissjóðir.
Í svari frá Kviku um aðkomu Ármanns að kaupunum á Ortus segir meðal annars: „Ármann varð stjórnarformaður Kviku Securities Ltd. í júlí 2020 og þar til í september 2023. Ármann varð stjórnarformaður Ortus Secured Finance Ltd. eftir kaupin í lok febrúar 2022 og þar til í maí 2023.“
Í svarinu segir einnig að Ármann hafi komið að …
Athugasemdir (1)