„Afurðastöðvarnar stýrðu þessu. Það voru ekki bændur sem gerðu það, það er langur vegur frá,“ segir Gunnar Þorgeirsson, fráfarandi formaður Bændasamtaka Íslands, í viðtali við Heimildina, um nýsamþykkta breytingu á búvörulögum. Lengri útgáfa viðtalsins verður birt á vef Heimildarinnar auk þess sem hluti viðtalsins verður birtur í Pressu.
Gunnar ræðir þar um um nýsamþykkta breytingu á búvörulögum og atburðarásina í aðdraganda lagasetningarinnar. Hún færir afurðastöðvum, fyrirtækjum sem taka við, slátra og vinna úr kjötafurðum bænda, heimildir til víðtæks samráðs um verðlagningu, skipulag markaðar og sameiningu. Þar með var vikið til hliðar ákvæðum samkeppnislaga sem leggja blátt bann við sömu háttsemi fyrirtækja á öllum öðrum mörkuðum, að viðlögðum háum fjársektum og jafnvel fangelsisrefsingu stjórnenda þeirra.
Gunnar laut í lægra haldi í formannskosningu í Bændasamtökunum í byrjun síðasta mánaðar. Ekki löngu síðar gerði meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis róttækar breytingar á frumvarpi sem Bændasamtökin höfðu áður varað við að tryggðu bændum ekki bættari kjör. …
Athugasemdir