Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.

Sveinn Bjarnason er 35 ára karlmaður með mikla fötlun og þarf aðstoð við allar athafnir daglegs lífs. Sex vikur eru síðan hann flutti til Egilsstaða en í fimmtán ár þar á undan, frá því hann var 21 árs, bjó hann í læstri íbúð á vegum velferðarsviðs Akureyrarbæjar. Hann gat ekki sjálfur gengið um útidyrnar heldur þurfti að banka á hurðina til að vera hleypt þar út, en stundum heyrði enginn hann banka. Eftir að hann fékk síma hringdi hann jafnvel þrjátíu sinnum á dag í móður sína, Ásdísi Snjólfsdóttur, oft til að biðja hana um að láta starfsfólk sambýlisins opna útidyrahurðina. Ísskápurinn hans var einnig læstur.

Bankar innan fráSveinn þurfti að banka á hurðina til að láta starfsfólk íbúðakjarnans hleypa sér fram á gang, út úr íbúðinni sem var heimili hans.

Sveinn þarf að ganga með bleyju og endurtekið kom Ásdís í heimsókn þar sem bleyjan var …

Kjósa
97
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (9)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Bo Halldorson skrifaði
    Vonandi leiðir þessi umfjöllun til hjálpar Svenna
    0
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Ég á ekki til orð.
    2
  • Kristján Knútsson skrifaði
    Það þarf að kæra þetta velferðarsvið akureyrarbæjar, og láta þá avara til saka fyrir þetta mál, auðséð að aldrei var sótt um þessa undanþágu frá banni við nauðung, og hafa þau þá fullframið þann verknað að hafa haldið manninum í gíslingu/fangelsi/frelsissviptingu í 15 ár, ætti að vera andskoti há bótaupphæð sú.. folk fær fleiri milljónir eftir að hafa vetið að ósekju í gæsluvarðhaldi, þá á Sveinn rétt á sömu bótum!
    7
  • Magnus Magnusson skrifaði
    Ótrúlegt
    1
  • Sigrun Haraldsdottir skrifaði
    Þarna er greinilega starfsfólk og stjórnendur sem eru ekki starfi sínu vaxnir. Það er með ólíkindum að þetta hafi verið látið viðgangast í öll þessi ár!!
    8
  • EV
    Einar Völundur skrifaði
    Andskotans viðbjóður!
    5
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Sorglegt ef þetta er rétt!?!?
    Getur svona virkilega viðgengist í okkar samfélagi án þess að samfélagið taki á vandamálinu?
    Eða er okkar samfélag að verða ......
    8
    • Ármann Snjólfsson skrifaði
      Get fullvissað þig um að hvert einasta atriði í þessari umfjöllun er sannleikanum samkvæmt.
      7
    • Samfélagið er ekki að verða neitt, það hefur alltaf verið svona í garð fatlaðra
      5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fatlað fólk beitt nauðung

Úttekt og úrbætur til að Akureyrarbær „geri ekki mistök“ í þjónustu við fatlaða
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

Út­tekt og úr­bæt­ur til að Ak­ur­eyr­ar­bær „geri ekki mis­tök“ í þjón­ustu við fatl­aða

Vel­ferð­ar­ráð Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar hef­ur fal­ið sviðs­stjóra vel­ferð­ar­sviðs að láta gera óháða út­tekt á verk­ferl­um bæj­ar­fé­lags­ins þeg­ar kem­ur að rétt­inda­gæslu fyr­ir fatl­að fólk og að í kjöl­far­ið verði gerð­ar til­lög­ur að úr­bót­um. Mál­ið var tek­ið fyr­ir á fundi ráðs­ins í kjöl­far fjöl­miðlaum­fjöll­un­ar um mál Sveins Bjarna­son­ar sem bjó í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar í fimmtán ár.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Nauðung getur haft skelfilegar afleiðingar: „Þetta bara má ekki“
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

Nauð­ung get­ur haft skelfi­leg­ar af­leið­ing­ar: „Þetta bara má ekki“

Formað­ur ÖBÍ rétt­inda­sam­taka seg­ir beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk vera íþyngj­andi úr­ræði sem að­eins skuli beita þeg­ar allt ann­að hef­ur ver­ið reynt til þraut­ar. Bæj­ar­full­trúi á Ak­ur­eyri hef­ur kall­að eft­ir gögn­um vegna máls Sveins Bjarna­son­ar sem um ára­bil var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár