Í mars samþykkti stjórn Íshokkísambandsins Íslands (ÍHÍ) kostnaðarþátttöku karla- og kvennalandsliða sambandsins. Hver liðsmaður mun greiða 45.000 krónur þetta árið. „Það hefur verið þannig undanfarin ár að A-landsliðsfólkið hefur ekki verið að greiða ferðakostnað eða annan kostnað sem er í kringum landsliðið,“ segir Helgi Páll Þórisson, formaður ÍHÍ, meðal annars vegna góðrar fjárhagsstöðu Íshokkísambandsins undanfarin ár.
Á seinasta ári fóru liðin í keppnisferðir sem kostuðu töluvert meira en upphaflegar áætlanir gerður ráð fyrir, „sem gerir það að verkum að fjárhagsstaða sambandsins í dag er bara verulega slæm“. Helgi segir að þessar 45.000 krónur sem hver liðsmaður á að greiða sé rétt tæplega 30 prósent af ferðakostnaði sem fellur á hvern leikmann.
Kvennalandsliðið mun keppa í Andorra í byrjun apríl og karlalandsliðið er á leið til Serbíu seinni hluta apríl. Kostnaðarþátttaka leikmannanna fer upp í kostnað við þessar ferðir.
„Miðað við umfangið hjá okkur í Íshokkísambandinu þá eru styrkir úr afrekssjóði …
Athugasemdir (1)