Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Katrín tekur ákvörðun á allra næstu dögum

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra stað­fest­ir að hún sé að íhuga for­setafram­boð og seg­ist munu taka ákvörð­un á allra næstu dög­um.

Katrín tekur ákvörðun á allra næstu dögum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við RÚV að hún íhugi forsetaframboð alvarlega. „Ég ætla bara að viðurkenna það að undanfarna daga hef ég verið að hugsa málið.“ Ákvörðun hennar muni liggja fyrir á allra næstu dögum. „Enda ekkert gott að liggja of lengi yfir þessu.“

Forsætisráðherra segist þó ekki hafa íhugað framboðið framan af árinu. „Ástæða þess er auðvitað að mín staða er sú að ég hef verið að leiða ríkisstjórn og þar voru mjög stór verkefni.“ Undanfarnar vikur hafi þó margt fólk haft samband sem hafi hvatt hana til að íhuga framboð vandlega. 

Katrín vildi ekki segja hvort meiri líkur eða minni væru á því hvort hún byði sig fram en staðfesti að hún hefði upplýst formenn hinna flokkanna í ríkisstjórn um það að hún væri að hugsa um framboð. „Þau samtöl voru góð eins og öll okkar samtöl,“ sagði forsætisráðherra við fréttastofu RÚV.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • KB
    Kristinn Björnsson skrifaði
    Hvað með pólitíska erindið. Er það ekki baráttunnar virði. Flokkurinn í upplausn, er verið að flýja sökkvandi fley. Er hégóminn að taka völdin.
    4
  • Persónulega finnst mér algerlega ótækt að kjörinn fulltrúi sem er nú þegar í fullu starfi á launaskrá þjóðarinnar skuli yfirleitt vera að íhuga að bjóða sig fram!
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Leitin að upprunanum
3
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....
Af hvítum bjargvættum
5
GagnrýniMzungu

Af hvít­um bjarg­vætt­um

Mzungu eft­ir Þór­unni Rakel Gylfa­dótt­ur, höf­und bók­ar­inn­ar Akam, ég og Annika, og Simon Okoth Aora, kom eins og storm­sveip­ur inn í ís­lenska jóla­bóka­flóð­ið, klædd æp­andi, app­el­sínu­gulri kápu. Þar er fjall­að um Huldu, ís­lenska konu sem held­ur til Ken­ía til að starfa á mun­að­ar­leys­ingja­hæli hins ís­lenska Skúla, fyrr­um fíkils sem hef­ur snú­ið við blað­inu. Ásamt Huldu á ferða­lag­inu eru Dag­ur, 18...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
6
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár