Forsetaframboðið sem getur sett stjórnmálin á hliðina
Hverfur Katrín? Alls óljóst er hvaða áhrif það mun hafa á ríkisstjórn þriggja ólíkra flokka, sem teygja sig yfir hið pólitíska litróf, ef þungamiðjan í stjórninni, forsætisráðherrann sem hún er mynduð utan um, hverfur frá. Mynd: Golli

Forsetaframboðið sem getur sett stjórnmálin á hliðina

Beð­ið er eft­ir því að Katrín Jak­obs­dótt­ir til­kynni hvort hún ætli að bjóða sig fram sem for­seta. Því fram­boði gæti fylgt upp­stokk­un í rík­is­stjórn sem myndi sam­hliða hjálpa stjórn­inni að standa af sér van­traust­stil­lögu á einn ráð­herra henn­ar. Póli­tísk­ar leik­flétt­ur eru komn­ar á fullt og flest­ir flokk­ar farn­ir að horfa til næstu kosn­inga. Hvenær þær verða get­ur ráð­ist á því hvort sitj­andi for­sæt­is­ráð­herra vilji verða for­seti.

Jón Gnarr tilkynnti framboð sitt til forseta í gærkvöldi og náði tilskyldum fjölda meðmælenda á um einum og hálfum klukkutíma. Það er svipaður tími og það tók Baldur Þórhallsson að safna þeim 1.500 meðmælendum sem þarf til að geta boðið sig fram í kosningunum sem fara fram 1. júní næstkomandi. Í einu könnuninni sem gerð hefur verið nýverið á fylgi mögulegra forsetaframbjóðenda, en framboðsfrestur rennur ekki út fyrr en 26. apríl, var Halla Tómasdóttir eini frambjóðandinn sem mældist með umtalsvert fylgi utan Baldurs, sem tók mest til sín. 

Þótt 61 frambjóðandi sé skráður á Ísland.is að safna meðmælum vegna komandi kosninga bendir margt til þess að ofangreind þrjú séu þau úr hópnum sem flestir landsmenn þýðast. Ef horft er til síðustu forsetaskipta, sem urðu 2016, þá er mynstrið í raun ekki ósvipað. Þá drógu fjórir …

Kjósa
51
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Virkilega flottur pistill og greining hjá ritstjóranum.

    En...þessi ömurlega hægri stjórn er rúin trausti og trúverðugleika svo það sé skrifað.

    BjarNa á Hraunið og ...kosningar strax!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Landskjörstjórn neitar að gefa upp hverjir hafa náð tilskildum meðmælafjölda
FréttirForsetakosningar 2024

Lands­kjör­stjórn neit­ar að gefa upp hverj­ir hafa náð til­skild­um með­mæla­fjölda

Lands­kjör­stjórn neit­ar að veita fjöl­miðl­um upp­lýs­ing­ar um hvaða for­setafram­bjóð­end­ur hafa náð lág­marks með­mæla­fjölda í ra­f­rænni und­ir­skrifta­söfn­un. Heim­ild­in tel­ur að henni beri að veita upp­lýs­ing­ar á grund­velli upp­lýs­ingalaga í ljósi þess að lands­kjör­stjórn er stjórn­sýslu­nefnd sem heyr­ir und­ir ráðu­neyti.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu