Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sigríður Dögg sjálfkjörinn formaður BÍ

Ekk­ert mót­fram­boð barst til for­manns Blaða­manna­fé­lags Ís­lands og mun því Sig­ríð­ur Dögg Auð­uns­dótt­ir sitja áfram. Til­kynnt verð­ur um nýj­an fram­kvæmda­stjóra í vik­unni.

Sigríður Dögg sjálfkjörinn formaður BÍ
Sigríður Dögg Auðunsdóttir hefur verið formaður Blaðamannafélags Íslands frá 2021. Mynd: Anton Brink/Blaðamannafélag Íslands

Engin mótframboð bárust til formanns Blaðamannafélags Íslands (BÍ). Þetta staðfestir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður félagsins, í samtali við Heimildina. Hún er því ein í framboði og mun sitja áfram næstu tvö árin. 

Aðspurð segir Sigríður Dögg að tilkynnt verði um nýjan framkvæmdastjóra félagsins í vikunni. En hún hefur sinnt því starfi síðan Hjálmar Jónsson, sem hafði verið framkvæmdastjóri BÍ frá árinu 2003, var rekinn í janúar. Ástæðurnar sem gefnar voru fyrir uppsögninni voru trúnaðarbrestur á milli Hjálmars og stjórnar félagsins. 

Trúnaðarbresturinn fólst, að sögn stjórnar BÍ, meðal annars í því að Hjálmar neitaði formanni félagsins, Sigríði Dögg, að fá skoðunaraðgang að reikningum félagsins þrátt fyrir samþykkt stjórnar þess efnis. En Hjálmar hefur ítrekað haldið því á lofti að Sigríður Dögg sé skattsvikari. 

Endurskoðun á fjármálum og fjárveitingum

Stjórn BÍ hefur síðan látið óháðan bókara skoða tiltekin atriði í fjármálum félagsins síðasta áratuginn. Skýrsla endurskoðunarskrifstofunnar KPMG um niðurstöður bókarans mun verða kynnt á aðalfundi BÍ þann 16. apríl næstkomandi. 

Í lok síðasta mánaðar tilkynnti stjórn BÍ að gagnger endurskoðun hefði nú farið fram á umgjörð og regluverki í kringum starfsemi félagsins. Þá hafi stjórnir sjóða félagsins endurskoðað reglugerðir og úthlutunarreglur til að auka skýrleika og gagnsæi í því hvernig fjármunum er úthlutað.

Breytingarnar voru gerðar í kjölfar þess að stjórn Styrktarráðs Blaðamannafélagsins vakti athygli á því að aðeins þeir sem hefðu greitt í sjóðinn að minnsta kosti síðastliðna 6 mánuði ættu rétt á greiðslu úr honum. Rétturinn fyrndist síðan 6 mánuðum eftir að greiðslum væri hætt.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár