Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Svandís snýr aftur til starfa á morgun

Svandís Svavars­dótt­ir mun snúa aft­ur til starfa sem mat­væla­ráð­herra á morg­un eft­ir veik­inda­leyfi. Sama dag og hún fór í leyf­ið stoð til að leggja fram van­traustit­il­lögu á hana. Boð­að hef­ur ver­ið að sú til­laga verði lögð fram á ný.

Svandís snýr aftur til starfa á morgun
Glímdi við veikindi Meðferð Svandísar Svavarsdóttur hefur gengið vel og horfur hennar eru góðar. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur greint frá því í færslu á Facebook að hún muni snúa aftur til starfa á morgun, miðvikudag, eftir veikindaleyfi. „Meðferðin hefur gengið afbragðs vel, horfur góðar og mér líður vel. Framundan er eftirlit og eftirfylgni, bjartsýni og fullvissa um bjartari tíð. Ég er þakklát fyrir allar kveðjurnar, hlýjuna og góðar óskir og hlakka til verkefnanna framundan!“

Svandís Svavarsdóttir tilkynnti að hún væri komin leyfi frá störfum samkvæmt læknisráði 22. janúar síðastliðinn. Hún greindi líka frá því í færslu á Facebook þar sem stóð: 

„Frá og með deginum í dag verð ég í veikindaleyfi að læknisráði. „Í morgun fékk ég staðfesta greiningu á krabbameini í brjósti og mun gangast undir aðgerð og viðeigandi meðferð á næstu vikum,“ skrifar Svandís.

„Ég geng upprétt til móts við þetta stóra verkefni, æðrulaus og bjartsýn. Allir mínir kraftar munu fara í það með fólkið mitt mér við hlið.“

Skömmu síðar var greint frá því að Katrín Jakobsdóttir forsætsiráðherra myndi sinna störfum Svandísar í fjarveru hennar, en mikið er skeggrætt um það nú hvort Katrín ætli sér að bjóða sig fram til forseta í komandi forsetakosningum, sem fram fara 1. júní næstkomandi. 

Gustað hafði um Svandísi í ríkisstjórn vikurnar á undan því að hún tilkynnti um veikindaleyfið og hafði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, boðað að hún myndi leggja fram vantrauststillögu á Svandísi þann sama dag. Tillagan var birt á vef þingsins um það bil tuttugu mínútum áður en Svandís greindi opinberlega frá leyfinu. Að tillögunni stóð allur þingflokkur Flokks fólksins. Hætt var við framlagningu hennar eftir að Svandís greindi frá veikindum sínum en Inga Sæland hefur boðað að hún verði lögð fram að nýju þegar Svandís snýr aftur til starfa. Standi það gæti tillagan verið lögð fram í næstu viku. 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TÞF
    Torfi Þór Friðfinnsson skrifaði
    Nú þarf að veiða uppúr pottinum þá sem hafa sakað frammkvæmdavaldið um lögbrot og fylgjast með hvð þeir gera með það lögbrotið ????
    0
  • APA
    Axel Pétur Axelsson skrifaði
    pólitískt krabbamein ? . .
    -3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár