Ívikunni voru fimm herbergi í 155 fermetra íbúð á Fjólugötu auglýst til leigu. Samtals er leiguverðið fyrir íbúðina 700 þúsund krónur. Auglýsingarnar eru nú allar horfnar af auglýsingasíðunni og leigjendur því sennilega fundnir í öll herbergin.
Minnstu herbergin í íbúðinni eru 7 og 8 fermetrar á stærð. Uppsett verð er 130.000 krónur á mánuði fyrir það hvort um sig, auk 260.000 króna tryggingar. Þá kosta 10 og 11 fermetra herbergin 140.000 á mánuði. Stærsta herbergið er 17 fermetrar en uppsett leiguverð fyrir það eru 160.000 krónur.
Mikil aðsókn þrátt fyrir verðið
Heimildin hafði samband við leigusalann og spurði hvernig verðin væru ákvörðuð. Hann sagði að þau hefðu reynt að átta sig á því hvert markaðsverðið væri með því að gúgla. „Við fórum bara dálítið blint í sjóinn. Settum einhver verð. Það voru sumir að …
Þessi hugsunarháttur, að húsnæði sé fjárfesting sem eigi að skila arði, þetta er stór hluti vandans. Leigjendur eiga ekki að niðurgreiða húsnæði eigandans heldur borga fyrir tímabundin afnot.