Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Maðurinn sem bjargaði 669 börnum frá nasistum

Nicholas Wint­on bjarg­aði 669 börn­um frá Prag ár­ið 1939 rétt áð­ur en seinni heimstyjöld­in hófst. Þau voru flest af gyð­inga­ætt­um. Þrátt fyr­ir að hafa bjarg­að þess­um fjölda barna tal­aði Wint­on aldrei um af­rek­ið og hans að­komu í að­gerð­un­um.

Maðurinn sem bjargaði 669 börnum frá nasistum
Nicholas Winton bjargaði 669 börnum frá Prag árið 1939. Mynd: Skjáskot

Í febrúar árið 1988 sat Vera Gissing með tárin í augunum í myndveri BBC TW þegar hún var kynnt fyrir Nicholas Winton, manninum sem bjargaði lífi hennar. Sagan af því hvernig Winton skipulagði björgun 669 barna frá Prag er sögð í leiknu myndinni One life. Í tilefni hennar sagði BBC frá stundinni þegar Winton hitti Veru Gissing, 49 árum eftir að hann bjargaði henni og systur hennar frá Prag.

Þegar Gissing var 10 ára gömul flúði hún ásamt 15 ára systur sinni, Evu Diamantová, frá Prag með lest sem hefur verið kölluð „Kindertransport.“ Í lestinni voru mörg hundruð börn af gyðingaættum. Lestin flutti börnin til Bretlands frá Prag þar sem nasistar höfðu tekið yfir borgina nokkrum mánuðum áður en seinni heimsstyrjöldin hófst. 

„Ég gleymi aldrei stundinni þegar ég veifaði bless til foreldra minna og varð skyndilega hrædd þegar ég sá hræðsluna í svip foreldra minna sem voru með útgrátin augu. Það voru þýskir hermenn alls staðar í kringum okkur,“ sagði Vera. Hún sá foreldra sína aldrei aftur. 

Heimurinn hefði mögulega aldrei heyrt sögu Wintons ef konan hans hefði ekki rekist á skjalatösku hans upp á háalofti á heimili þeirra í Maidenhead í Bretlandi. Í töskunni var úrklippubók með nöfnum og myndum barnanna sem Winton aðstoðaði við að bjarga frá Prag.

Winton var sjálfur af gyðingaættum en foreldrar hans höfðu skýrt hann í ensku biskupskirkjunni til að vera meiri hluti af breska samfélaginu. 

Fann sig knúinn til að hjálpa

Winton vann í fullu starfi sem verðbréfamiðlari og var sósíalisti með áhuga á alþjóðamálum. Árið 1938 gerði Winton sér grein fyrir, í gegnum fjölskyldutengingar sínar, þeirri hættu sem steðjaði að gyðingafjölskildum á hernumdum svæðum nasista. Í gegnum vin sinn Martin Blake, sem var einnig sósíalisti, ferðaðist Winton til Prag til að hjálpa flóttamönnum. 

Þegar hann kom til Prag tók á móti honum hryllingur. Borgin fylltist hratt af fólki sem var á flótta undan nasistum, mörg hver af gyðingaættum, frá Þýskalandi, Austurríki, Súdetalandi og hluta af Tékkóslóvakíu sem Hitler hafði innlimað. Flóttamennirnir bjuggu við ömurlegar aðstæður í yfirfullum búðum. Veturinn var fram undan og áttu þeir nú þegar erfitt með að halda sér á lífi. 

Winton var sérstaklega í uppnámi vegna neyð barnanna og ákvað að það þyrfti að gera eitthvað til að bjarga þeim. Þannig hófst björgunaraðgerðin sem var þekkt sem Czech Kindertransport“ eða Tékkneski barnafluttningurinn. 

Skráði niður nöfnin

Björgunaraðgerðirnar voru upphaflega skipulagðar á hótel herbergi á Evrópska hótelinu í Prag. Ásamt Winton voru það samstarfsfélagar hans Martin Blake, Doreen Warriner og Trevor Chadwick sem komu að björgunaraðgerðunum. Winton byrjaði á að skrá niður nöfn fjölskyldnanna sem hann ræddi við sem nauðsynlega þurftu að koma börnunum sínum í öruggt skjól. 

Winton skrifaði bréf til bresku ríkisstjórnarinnar og sendiráða út um allan heim þar sem hann óskaði eftir þeirra aðstoð. Nánast öll höfnuðu honum. Svíþjóð samþykkti að taka að sér nokkur börnum og Bretar, að því gefnu að þau myndu útvegað fjölskyldum sem væru tilbúin að taka á móti börnunum. Þrátt fyrir að vera venjulegur breskur ríkisborgari, var Winton sannfærðum um að hann gæti skipulagt brottflutning flóttamannanna með lest og fundið fyrir þau öruggt skjól í Bretlandi.

Eftir að hafa verið í Prag í þrjár vikur fór hann aftur til London þar sem hann hóf leit að fjölskyldum sem voru tilbúin að taka á móti börnunum og fann leið til að skipuleggja örugga ferð þeirra þvert yfir Evrópu til Bretlands. Vinir hans Warriner og Chadwick voru í Prag og samræmdu verkefnið þaðan.

Á daginn vann hann á verðbréfamarkaðnum en eftir klukkan fjögur á daginn og þar til langt fram eftir kvöldi vann hann linnulaust að verkefninu. Þá útbjó hann leyfisbréf og ferðaheimildir fyrir börnin sem komu frá Tékklandi. 

Fyrir hvert barn krafðist breska ríkið greiðslu upp á 50 pund, sem í dag nemur 4,150 pundum.  

Verkefnið tók á

Winton var orðinn pirraður á trega breska ríkisins svo hann fór að leita að fjölskyldum sem voru tilbúin að taka á móti börnunum með því að auglýsa eftir fjölskyldum í dagblöðum. Honum hafði tekist að taka ljósmyndir af öllum börnunum sem voru á listanum hans þegar hann var í Prag og reyndust myndirnar mikilvægar í leit hans að fjölskyldu fyrir börnin. 

Fyrsta lestin sem flutti börn á flótta fór frá Prag þann 14. mars 1939. Daginn eftir hertóku þýskir hermenn alla Tékkóslóvakíu.

Áhyggjurnar voru orðnar miklar hjá Winton svo í örvæntingarskyni falsaði hann leyfisbréf innanríkisráðuneytisins þar sem honum þótti þau ekki berast honum nógu hratt. 

Langt ferðalag

Frá mars til ágúst árið 1939 með átta lestum tókst Winton og félögum að flytja 669 börn, flest af gyðingaættum. Lestin fór frá Prag í gegnum Þýskaland og Frakkland til Bretlands. Á lestarstöðinni í Liverpool í London tók Winton og móðir hans á móti börnunum þar sem fjölskyldurnar sem ættleiddu börnin tóku á móti þeim. 

Níunda lestin átti að flytja 250 börn þann 1. september frá Prag. En það var daginn sem Þýskaland réðst inn í Pólland og stríði lýst yfir svo landamærunum var lokað. Þýskir hermenn vísuðu börnunum í lestinni á brott. 

Þrátt fyrir að hafa bjargað þessum fjölda barna talaði Winton aldrei um afrekið og hans aðkomu í aðgerðunum. Áratugum saman fór hetjuskapur hans að mestu óséður. 

Þegar rannsakendur fyrir BBC þættina That's Life! heyrðu af sögu Wintons buðu þau honum í þáttin sem áhorfandi. Í þættinum sýnir þáttastjórnandinn, Esther Rantzen, úrklippubók Winton. Í fyrsta þættinum hittir hann þrjú af börnunum sem hann bjargaði, þar á meðal Veru. 

That's Life! bauð Winton aftur í þáttinn. Í þeim þætti spyr Rantzen „er einhver hér í kvöld sem á lífi sínu að þakka Nicholas Winton?“ Þá reis allur salurinn upp, meira en tuttugu manns, brosandi og klappandi til að þakka Winton sem hafði tryggt þeirra öryggi.

Kjósa
52
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þetta er stormerkileg grein og vel unin af Greinarhöfundi, ja þetta er þrekvirki unið af goðmensku og kærleika þessa mans sem vissi að börnin voru næsta kynsloð. A Islandi var Giðingum i massavis neitað um Landvistarleifi og send i Utrimingabuðir Hermann Jonasson var Raðhera þa. Gyðingahatari, þetta voru ekki Betri Menn en það þegar a reyndi. I striðslok Hjalpaði Vatikanið mörgum Böðlum að losna við Rettvisina og Gaf ut Vegabref fyrir marga Hestburði af Gyðingagulli. Mörg tonn af gulli fra Gyðingum endaði i Vatikaninu. Vatikanið a miklar eignir viða. Lika hafa komið upp mörg mal þar sem katolskir Prestar hafa svivirt unga Drengi. Preatarnir fa uppreysn æru þar. yfir Vatikaninu kvilir skuggi Fortiðar. Þaðan getur ekki Gott komið. Pafinn sem þa var og Kardinalar VISSU ALLA tið um Utrimingabuðirnar og það sem var i Gangi, þar var ÞÖGNIN latin Gilda.
    0
  • MBK
    Margrét Birna Kolbrúnardóttir skrifaði
    Mjög fróðlegt en léleg íslenskukunnáttu skrifarans skyggir á innihaldið. Það eru til vefir þar sem er hægt að fletta upp fallbeygingum og fleiru.
    1
  • S
    skalp skrifaði
    Fróðleg frásögn en hræðilegt málfar.
    2
  • Anna Bjarnadóttir skrifaði
    Mögnuð saga lituð hugrekki, mennsku og hógværð
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár