Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Alls 155 milljarðar króna farið í að greiða niður íbúðalán sumra

Frá því að rík­is­stjórn Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar ákvað að heim­ila notk­un á skatt­frjáls­um sér­eign­ar­sparn­aði til að greiða nið­ur íbúðalán hef­ur rík­ið veitt þeim sem nýta þá leið skatta­afslátt upp á næst­um 60 millj­arða króna. Næst­um átta af hverj­um tíu sem það gera til­heyra þrem­ur efstu tekju­hóp­un­um.

Alls 155 milljarðar króna farið í að greiða niður íbúðalán sumra
Leiðréttingin Úrræðið var kynnt sem hluti af „Leiðréttingunni“ árið 2014. Það var innleitt af ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem Sigmundur Davið Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson leiddu. Mynd: Pressphotos

Alls voru 22,7 milljarðar króna greiddir inn á íbúðalán á síðasta ári með því að nýta skattfrjálsan séreignarsparnað til að greiða niður höfuðstól þeirra. Það er met enda hefur aldrei verið meira en  20 milljörðum króna verið ráðstafað með þessum hætti innan almanaksárs. Þetta kemur fram í nýbirtum hagvísum Seðlabanka Íslands.

Á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2024 hafa bæst tæplega 2,6 milljarðar króna við slíkar inngreiðslur. Það er hærri upphæð í krónum talið en á sama tímabili í fyrra, þegar heimilin greiddu samtals tæplega 2,4 milljarða króna af skattfrjálsum séreignarsparnaði inn á lánin sín. 

Frá því að opnað var fyrir þessa leið húsnæðisstuðnings í nóvember 2014 hafa alls 155 milljarðar króna ratað inn á höfuðstól lána þeirra sem hafa getað nýtt sér hann. Um er að ræða húsnæðisstuðning sem gagnast fyrst og síðast efri tekjuhópum. Engin tekju- eða eignarskerðingarmörk eru fyrir …

Kjósa
50
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Þetta er eins og með Leiðréttinguna frægu, sem SDG beitti sér fyrir, og átti að vera refsing á hrægamma, sem SDG var með á heilanum á þeim tíma. Hún fór að mestu til fólks, sem þurfti ekki mikið á ,,leiðréttingu" að halda. Það segir sig sjálft, að þeir sem mest eiga hafa mest að sækja, þegar veittar eru ívilnanir af þessu tagi.
    1
  • Sigurdur Einarsson skrifaði
    Dæmigert siðleysi siðleysingja.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu