Alls voru 22,7 milljarðar króna greiddir inn á íbúðalán á síðasta ári með því að nýta skattfrjálsan séreignarsparnað til að greiða niður höfuðstól þeirra. Það er met enda hefur aldrei verið meira en 20 milljörðum króna verið ráðstafað með þessum hætti innan almanaksárs. Þetta kemur fram í nýbirtum hagvísum Seðlabanka Íslands.
Á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2024 hafa bæst tæplega 2,6 milljarðar króna við slíkar inngreiðslur. Það er hærri upphæð í krónum talið en á sama tímabili í fyrra, þegar heimilin greiddu samtals tæplega 2,4 milljarða króna af skattfrjálsum séreignarsparnaði inn á lánin sín.
Frá því að opnað var fyrir þessa leið húsnæðisstuðnings í nóvember 2014 hafa alls 155 milljarðar króna ratað inn á höfuðstól lána þeirra sem hafa getað nýtt sér hann. Um er að ræða húsnæðisstuðning sem gagnast fyrst og síðast efri tekjuhópum. Engin tekju- eða eignarskerðingarmörk eru fyrir …
Athugasemdir (2)