Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Alls 155 milljarðar króna farið í að greiða niður íbúðalán sumra

Frá því að rík­is­stjórn Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar ákvað að heim­ila notk­un á skatt­frjáls­um sér­eign­ar­sparn­aði til að greiða nið­ur íbúðalán hef­ur rík­ið veitt þeim sem nýta þá leið skatta­afslátt upp á næst­um 60 millj­arða króna. Næst­um átta af hverj­um tíu sem það gera til­heyra þrem­ur efstu tekju­hóp­un­um.

Alls 155 milljarðar króna farið í að greiða niður íbúðalán sumra
Leiðréttingin Úrræðið var kynnt sem hluti af „Leiðréttingunni“ árið 2014. Það var innleitt af ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem Sigmundur Davið Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson leiddu. Mynd: Pressphotos

Alls voru 22,7 milljarðar króna greiddir inn á íbúðalán á síðasta ári með því að nýta skattfrjálsan séreignarsparnað til að greiða niður höfuðstól þeirra. Það er met enda hefur aldrei verið meira en  20 milljörðum króna verið ráðstafað með þessum hætti innan almanaksárs. Þetta kemur fram í nýbirtum hagvísum Seðlabanka Íslands.

Á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2024 hafa bæst tæplega 2,6 milljarðar króna við slíkar inngreiðslur. Það er hærri upphæð í krónum talið en á sama tímabili í fyrra, þegar heimilin greiddu samtals tæplega 2,4 milljarða króna af skattfrjálsum séreignarsparnaði inn á lánin sín. 

Frá því að opnað var fyrir þessa leið húsnæðisstuðnings í nóvember 2014 hafa alls 155 milljarðar króna ratað inn á höfuðstól lána þeirra sem hafa getað nýtt sér hann. Um er að ræða húsnæðisstuðning sem gagnast fyrst og síðast efri tekjuhópum. Engin tekju- eða eignarskerðingarmörk eru fyrir …

Kjósa
50
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Þetta er eins og með Leiðréttinguna frægu, sem SDG beitti sér fyrir, og átti að vera refsing á hrægamma, sem SDG var með á heilanum á þeim tíma. Hún fór að mestu til fólks, sem þurfti ekki mikið á ,,leiðréttingu" að halda. Það segir sig sjálft, að þeir sem mest eiga hafa mest að sækja, þegar veittar eru ívilnanir af þessu tagi.
    1
  • Sigurdur Einarsson skrifaði
    Dæmigert siðleysi siðleysingja.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár