Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Austurvöllur fyrir 75 árum: Landráð eða óður kommúnistaskríll!

Í dag eru rétt 75 ár síð­an inn­ganga Ís­lands í NATO var sam­þykkt á Al­þingi og mikl­ar óeirð­ir urðu á Aust­ur­velli. Sitt sýnd­ist hverj­um um það sem þar gerð­ist.

Austurvöllur fyrir 75 árum: Landráð eða óður kommúnistaskríll!
Forsíða Þjóðviljans 1. apríl 1949: Lengi eftir óeirðirnar á Austurvelli deildu blöðin um hvað gerst hafði.

Í dag, 30. mars, eru rétt 70 ár síðan Alþingi Íslendinga samþykkti að Ísland skyldi verða eitt af stofnríkjum hernaðarbandalags vestrænna ríkja, NATO, sem þá var verið að stofna undir forystu Bandaríkjanna. Bandalagið var svar við ótta sem gripið hafði um sig við hinn Rauða her Sovétríkjanna. Hann stóð grár fyrir járnum í miðri Evrópu og Sovétmenn höfðu á síðustu misserum verið að tryggja leppum sínum völdin í ríkjum Mið- og Austur-Evrópu.

Hin fyrirhugaða innganga Íslands í NATO var gríðarlega umdeild í landinu. Aðeins voru fimm ár síðan Ísland varð endanlega sjálfstætt ríki og hugmyndin hafði verið sú að það yrði hlutlaust í erjum stórvelda. Spurningin var nú sú hvort það væri raunhæft í heimi sem einkenndist æ meir af togstreitu stórveldanna tveggja, Sovétríkjanna og Bandaríkjanna.

Forystumenn þeirra þriggja flokka sem sátu þá í ríkisstjórn voru allir eindregnir stuðningsmenn aðildar Íslands að NATO en það voru Sjálfstæðisflokkur, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur. Það var því enginn vafi á að aðildin yrði samþykkt með yfirburðum þegar hún kom til atkvæða við fyrri umræðu 29. mars og svo aðra umræðu daginn eftir.

Helst mátti reikna með að einhverjir þingmenn Alþýðuflokksins hlypust undan merkjum flokksforystunnar og greiddu atkvæði á móti.

Sósíalistaflokkurinn var eini stjórnarandstöðuflokkurinn og hann var heill og eldheitur á móti NATO-aðildinni. Flokksmenn sögðust fyrir alla muna vilja halda í hlutleysið en andstæðingar þeirra sökuðu þá um að ganga fyrst og fremst erinda Sovétríkjanna, sem vitaskuld voru andsnúin þessu hernaðarbandalagi. Og vissulega studdu íslenskir kommúnistar þá Moskvulínuna af miklum dugnaði hvert sem hún lá.

Þriðjudaginn 29. mars aðild Íslands samþykkt við fyrri umræðu.

Þjóðviljinn málgagn kommúnista tók þeirri niðurstöðu ekki vel. Morguninn eftir var forsíða blaðsins svona:

Acheson sá sem þarna er nefndur var þá utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Þrátt fyrir að skoðanir um málið væru mjög skiptar innan Alþýðuflokksins varð þess lítt eða ekki vart á síðum Alþýðublaðsins sem studdi flokksforystuna og NATO-aðildina dyggilega.

Morgunblaðið sagði frá atkvæðagreiðslunni og „skrílslátum og málþófi“ kommúnista. Mótmæli höfðu verið við Alþingis og einhver dæmi voru að grjóti væri kastað og örfáar rúður brotnar. Þá þegar hafði spurst út að andstæðingar aðildar hvettu fólk til að mæta á Austurvöll miðvikudaginn 30. mars og mótmæla framferði meirihlutans á Alþingi.

Óhætt er að segja að forsíða Tímans, málgagns Framsóknarflokksins, hafi skorið sig nokkuð frá hinum. Meðal almennra Framsóknarmanna var áreiðanlega heilmikil andstaða við NATO-aðildina, þótt forystan styddi málið, og ritstjórn Tímans reyndi því greinilega að gera sem minnst úr málinu:

Þegar leið að hádegi 30. mars kom Vísir út og fór mikinn um „skrílslætin“. Blaðið hafði meira að segja frétt af „skrílslátum“ Einars Olgeirssonar eins af leiðtogum kommnúnista á þingfundi þá um morguninn.

Ekki þarf að orðlengja að NATO-aðildin var samþykkt með öllum atkvæðum ríkisstjórnarflokkanna, nema hvað þrír þingmenn Alþýðuflokksins voru á móti. Og á Austurvelli áttu sér stað mestu óeirðir sem þá voru dæmi um í íslenskri nútímasögu. Og enn í dag kenna hvorir aðilar — andstæðingar og stuðningsmenn NATO-aðildar — hinum um óeirðirnar.

Tíminn var aftur frekar hlédrægur í framsetningu fréttanna:

Blaðamenn Alþýðublaðsins sáu hins „óróaseggi“ og „óspektir“ heldur „óðan kommúnistaskríl“

Vísir teflir auk frétta af „kommúnistaskrílnum“ fram þeirri mikilvægu spurningu hvaðan komu eggin sem „skríllinn“ kastaði í Alþingishúsið?

Morgunblaðið hefur, auk frétta af hinum vinsæla „skríl“ komist að því að þingmenn kommúnista hafi valdið „þjóðarhneyksli“ og greinir frá því á forsíðu sinni:

Eins og við mátti búast er Þjóðviljinn á öðru máli en það er jafnvel meiri þungi í forsíðu blaðsins en blöðum stuðningsmanna NATO-aðildar.

Eitt af málgögnum verkalýðshreyfingarinnar, Verkamaðurinn, gaf í tilefni dagsins út sérstakan fregnmiða þennan dag. Og þar var kveðið fast að orði:

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Vinnubrögðin sem viðhöfð voru a Austurvelli 30 mars 1949 eru af mörgum talin þaug Svörtustu sem viðhöfð hafa verið i sögu Lyðveldisins þetta heirði eg er eg var um Fermingu. RUV sagði i Kvöldfrettum nu i kvöld 30 mars 2024 að Varalið hafi verið Kallað ut til Aðstoðar Lögregluni i Reykjavik. Kverjir voru i VARALIÐINU ju það voru Ungir Menn ur Sjalfstæðisflokknum þeir fengu Borða um upphandlegg þa mattu þeir vaða ut a Asturvöll eins og Maneigðir Griðungar með Eikarkilfur og Taragas og Lemja Saklaust folk og ausa taragasi a folk. Þessir Aumingjar vissu ekki kver var sekur eða saklaus i Spellverkum a Þinghusinu. Kvaðan kom Taragasið og Eikarkilvunar, ju Sendirað USA fekk nokkurum dögum aður Farm sendan a Keflavikurflugvöll SENDIRADSPOST Flutningabill Flutti i Garðastræti þar var FLOKKURINN með aðsetur. Var þetta Lyðræði Nei langt fra þvi. Þarna var OLAFUR PETURSSUN Kallaður BÖÐULINN I Noregi, hann skipulagði þessa Svörtu Aðför að 10.000 mans sem komu saman a Austurvelli þennan dag. Hann Olafur var að borga Bjarna Ben Lifgjöfina hann fekk hann lausan ur Lifstiðar fangelsi i Noregi 1947. Hotun um að SNORRA stittan i Reykholti i Borgafirði Kæmi ekki inn i Landið.
    Fosetinn neytaði að lata kjosa um Nato aðild. Forsetinn fekk son sinn Gestapo Mann ur lifstið i Danmörku Bjarni Ben Raðherra reddaði þvi. Sveinn Björsson var i sinni Forsetatið ovelkomin i Obenbera heimsokn a Norðurlöndum og i Bretlandi. USA var 1 landið sem bauð hann velkomin Þeim vantaði HERSTÖÐVAR. þangað for hann 1946 með American Overses Arlines fra Keflavik. Sagt var i Blöðum fra embættis tima Sveins Björsonar Að Sendimenn Erlendra Rikja sem satu Matarboð að Bessastöðum 17 juni að er þeir sau Sveinn Björsson Gestapo bregða fyrir þar Hafi þeir risið upp fra Borðum og gengið UT. Eg personulega hef alla tið verið með aðild að NATO. En kvernig að staðið var að inngöngu er eg ekki sattur við. eftir 1950 jokst Nato fylgi. IHALDIÐ hefur aðeins att 1 Forseta a Bessatöum. VONANDI VERÐUR LANT I ÞANN NÆSTA.
    Þær sögur gengu Fjöllum hærra að Bjarni Ben hafi fengið Hemdina fyrir Darradans a Austurvelli og Varanleg meiðsl, a Þingvöllum 1970. Þa var Dynamet Tubum stolnum fra Verktaka raðað a Sumarhusið. Leikmindin ur 79 AF STÖÐINI Þegar Go Go Kanamella var stopp i Kuagerði a Keflavikurvegi. 1959, a Forlata CADILAK með Velarhlifina opna Þegar Taxi kom að. A Þyngvöllum var það BRONKO við Gjanna og Bilstjorin Bograndi i Velini
    Bara LÖGGAN VISSI kvar Raðherra var þessa nott. Kveikjuþraður a Kefli kom alla leyð þangað. A þessum arum var öllum Sakarmalum Kluðrað a Islandi. Taxi Bilstjorinn 1968
    Og Svo Geyrfinsmalið. Sagan um Brunann a Þyngvöllum var lifseig. Gas var það ekki Husið for svo hatt upp i Loftið. Sigursteinn Masson þarf að fara a Stufana. 1 af þessum 3 lifir enn.
    2
  • trausti þórðarson skrifaði
    Árið 1976 kom út bókin 30. mars 1949 eftir Baldur Guðlaugsson og Pál Heiðar Jónsson sem er fróðleg lesning.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár