Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þeir sem svindla á ökuprófi fá ekki að taka það aftur í allt að sex mánuði

Inn­viða­ráð­herra tel­ur svindl í öku­prófi vera „al­var­legt vanda­mál hér á landi“ og hef­ur lagt fram frum­varp um við­ur­lög við slíku svindli. Sam­kvæmt gild­andi lög­um hef­ur svindl eng­in önn­ur áhrif en að við­kom­andi er vís­að úr próf­inu. Hann get­ur svo tek­ið það aft­ur viku síð­ar.

Þeir sem svindla á ökuprófi fá ekki að taka það aftur í allt að sex mánuði
Bannar svindl Sigurður Ingi Jóhannsson hefur lagt að nýju fram frumvarp sem býr til reglur um notkun á rafskutlum. Hann notaði ferðina til að bregðast við fréttum um svindli í ökuprófum hjá þeim sem sækjast eftir leyfi til að aka leigubíl. Mynd: Golli

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur lagt fram að nýju frumvarp sitt um breytingu á umferðarlögum sem hefur það meginmarkmið að skapa umgjörð um svokölluð smáfarartæki, rafskutlur, sem á skömmum tíma eru orðnar hluti af samgöngumynstri í þéttbýli hérlendis. Frumvarpið varð ekki að lögum síðast þegar hann lagði það fram, en á meðal þess sem felst í því er skilgreining á því hvað teljist smáfarartæki, hvar megi keyra það að börn undir 13 ára megi ekki stýra slíkum tækjum og að bannað sé að keyra þau undir áhrifum áfengis. 

Þessar breytingar á umferðarlögum hafa legið í loftinu í lengri tíma. Annarri breytingu á umferðarlögum hefur þó verið bætt við frumvarpið frá því að það var síðast lagt fram sem hefur ekkert með smáfarartæki að gera, heldur er afleiðing af umræðu síðustu vikna. Hún snýst um brot á prófreglum í ökuprófi. 

Fyrr í þessum mánuði spratt upp fréttaflutningur af fólki sem talar ekki íslensku en hefur sóst eftir réttindum til að aka leigubíl sem hafi verið að svindla í prófum hjá Ökuskólanum í Mjódd. Prófin og allt námsefnið eru á íslensku en samkvæmt fyrirmælum frá Samgöngustofu hafa símar verið leyfðir í prófunum. Í Morgunblaðinu lýsti leigubílstjóri því að hún hefði hjálpað tveimur erlendum mönnum sem hún þekki við að taka prófið. Það hafi hún gert þannig að mennirnir tóku myndir af prófunum og sendu í gegnum Messenger-forritið og spurðu við hvaða svarmöguleika þeir ættu að merkja. Sigurður Ingi lét hafa eftir sér að það væri alvarlegt ef verið væri að svindla í prófunum. Lágmark væri  að farið væri eftir lögum hér á landi. 

Það hafa þó ekki verið neinar sérstakar afleiðingar af því að svindla í ökuprófi á Íslandi. Sá sem það gerir, og er gripinn við verknaðinn, getur einfaldlega mætt viku síðar og tekið prófið að nýju. 

Bannað að hjálpa við svindl

Í frumvarpinu sem dreift var á þingi í gær er lögð til sú breyting að brot á prófreglum í ökuprófi varði brottvísun úr prófinu auk þess sem svipta má þann sem svindlar réttinum til að þreyta ökupróf að nýju í allt að sex mánuði. Þá á að bæta því inn í lögin að öðrum sé óheimilt að aðstoða ökunema við brot á prófreglum. Samgöngustofu verður falið að taka ákvörðun um tímabundna sviptingu réttar til að þreyta ökupróf. 

Í greinargerð með frumvarpinu segir að brot á prófreglum í ökuprófi sé „alvarlegt vandamál hér á landi“ sem Samgöngustofa hafi vakið athygli ráðuneytisins á. „Engum viðurlögum hefur verið beitt öðrum en brottvísun úr prófi og þeir sem uppvísir verða að broti á prófreglum hafa getað mætt aftur í próf viku síðar.“

Áhrif þess á umferðaröryggi séu bersýnilega neikvæð þar sem eitthvað hefur verið um slík brot og gera megi ráð fyrir því að einhverjir hafi staðist ökupróf sem þeir hefðu annars ekki staðist og því ekki tileinkað sér námsefnið. „Þykir nauðsynlegt að bregðast við brotum á prófreglum og má telja hæfilegt í flestum tilvikum að viðkomandi verði óheimilt að þreyta ökupróf um ákveðinn tíma. Um leið liggur fyrir að við brotum liggja viðurlög skv. 95. gr. laganna og gæti því komið til álita í alvarlegri tilvikum að viðurlögum verði einnig beitt á grundvelli þess ákvæðis.“

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár