Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Varðberg fær fjórar milljónir frá utanríkisráðuneytinu

Fé­lag um vest­ræna sam­vinnu og al­þjóða­mál hef­ur gert styrkt­ar­samn­ing við rík­ið svo það geti hald­ið ráð­stefnu, kynn­ing­ar og fræðslu vegna af­mæl­is stofn­sátt­mála NATO.

Varðberg fær fjórar milljónir frá utanríkisráðuneytinu
Kynning Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra kynnti áherslur sínar í starfi fyrir félagsmönnum í Varðbergi á fundi sem var haldinn í nóvember í fyrra, en Bjarni tók við embættinu í október sama ár. Mynd: Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að gera samstarfssamning við Varðberg, félag um vestræna samvinnu og alþjóðamál, sem snýst um að félaginu er falið að standa að ráðstefnuhaldi, kynningu og fræðslu á sviði öryggis- og varnarmála í tengslum við 75 ára afmæli stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins, NATO. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins vegna þessa var haft eftir Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra að samstarf þess við Varðberg til þessa hefði stuðlað að upplýstri umræðu og fræðslu um öryggis- og varnarmál í gegnum tíðina. „Það er mikilvægt að efla upplýsta umræðu um gildi bandalagsins á þessum tímamótum og stuðla að skoðanaskiptum um öryggis- og varnarmál Íslands.“

Heimildin óskaði eftir upplýsingum um hversu langur samningurinn er, hvað hann kosti utanríkisráðuneytið og hver hafi átt frumkvæði að gerð hans. Í svari ráðuneytisins kemur fram að samningurinn er til eins árs og samkvæmt honum greiði það Varðbergi fjórar milljónir króna á samningstímanum til að standa straum af kostnaði við tiltekna viðburði. Einu viðburðirnir sem er sérstaklega tilgreindur í svarinu er afmælisráðstefna sem haldin verður á komandi mánuðum  í samstarfi ráðuneytisins, Alþjóðamálastofnunar og Varðbergs „og funda og fyrirlestra um meðal annars konur og varnarmál, netöryggi og ytra öryggi og innri ógnir.“

Ráðuneytið segir að frumkvæðið að gerð samningsins hafi verið sameiginlegt. 

Varð til við samruna

Varðberg varð, í núverandi mynd, til í desember 2010 þegar Samtök um vestræna samvinnu, stofnuð 1958, og gamla Varðberg, stofnað 1961. runnu saman í eitt félag. Á heimasíðu félagsins segir að tilgangur Varðbergs sé meðal annars sá að beita sér fyrir umræðum og kynningu á alþjóðamálum, einkum þeim þáttum þeirra sem snúa að öryggis- og varnarmálum á norðurhveli jarðar og að efla skilning á gildi lýðræðislegra stjórnarhátta. Þá vinnur félagið að kynningu á samstarfi og menningu þjóða, sérstaklega störfum og stefnu Atlantshafsbandalagsins og er í samstarfi við hliðstæð félög erlendis.

Núverandi formaður og framkvæmdastjóri Varðbergs er Davíð Stefánsson, sem var annar ritstjóri Fréttablaðsins um nokkurra mánaða skeið á árunum 2019 til 2020. Aðrir í stjórn eru Freyja Steingrímsdóttir, Gustav Pétursson, Karítas Ríkharðsdóttir, Kristján Johannessen, Magnús Örn Gunnarsson og Sóley Kaldal.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu