Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Fyrsti svarti leiðtogi ríkisstjórnar Evrópulands

Vaug­h­an Get­hing hef­ur brot­ið blað í sög­unni með því að vera fyrsti svarti mað­ur­inn sem leið­ir rík­is­stjórn í Evr­ópu­landi. Fjöl­skyldu­saga hans er um margt óvenju­leg og ræt­ur hans og taug­ar liggja jafnt til Wales og Sam­b­íu.

Fyrsti svarti leiðtogi ríkisstjórnar Evrópulands
Brautryðjandi Vaughan Gething hefur brotið blað í sögunni. Mynd: EPA

Ég vona að leið mín til frama verði öðru svörtu fólki hvatning til að fylgja í mín fótspor, sagði hinn fimmtugi Vaughan Gething, er hann var kjörinn formaður velska Verkamannaflokksins nýverið og tók í kjölfarið við stöðu fyrsta ráðherra Wales. Hann er ekki aðeins fyrsta svarta manneskjan sem leiðir flokkinn, sú fyrsta til að gegna embætti fyrsta ráðherra landsins, heldur hvorki meira né minna en fyrsta svarta manneskjan til að leiða ríkisstjórn í Evrópulandi. Og fleira sögulegt tengist embættistöku hans því í fyrsta skipti í sögunni er nú enginn hvítur karl meðal leiðtoga Bretlands og landanna þriggja sem því tilheyra. 

„Ég vil sjá Wales blómstra í sólskininu sem von og réttlæti getur beint að okkur öllum, sama hver bakgrunnur okkar er, sama hvernig við lítum út og hvern við elskum. Við eigum að fanga bjartsýni að nýju og setja okkur ný markmið um réttlátara Wales fyrir okkur öll.“

Gething kom í heiminn í Lusaka, höfuðborg Afríkuríkisins Sambíu, árið 1974. Faðir hans var velskur dýralæknir sem flutti snemma á áttunda áratug síðustu aldar til Sambíu og hóf þar störf. Hann kynntist fljótlega kjúklingabónda sem átti eftir að verða eiginkona hans. Tveimur árum eftir að þau kynntust bauðst föður Gethings starf í Wales og flutti þangað með fjölskylduna. En þegar hann mætti á svæðið með svörtu eiginkonuna og soninn var atvinnutilboðið dregið til baka. Þá ákvað fjölskyldan að setjast að á Englandi og ólst Vaughan Gething upp í Dorset. Wales togaði hins vegar í unga manninn og hann ákvað að fara í háskólanám í velska strandbænum Aberystwyth. Þar nam hann lögfræði. Fólk sem var honum samtíða í skólanum segir að Gething hafi átt auðvelt með að kynnast fólki og verið vinamargur. Hann tók þátt í stúdentapólitíkinni, var m.a. formaður stúdentaráðs og kynnti sér hugmyndafræði Plaid Cymru, flokks sem berst fyrir sjálfstæði Wales. 

Er Gething lauk námi starfaði hann í nokkur ár sem lögfræðingur. En pólitíkin togaði fast og árið 2004 var hann kjörinn í borgarstjórn Cardiff. Árið 2011 náði hann kjöri á velska þingið fyrir Verkamannaflokkinn.

„Það er mjög einfalt að segja uppruna ekki skipta máli þegar þinn eigin uppruni hefur aldrei verið dreginn í efa eða verið notaður gegn þér“

Frægðarsól Gethings hóf að rísa hratt er faraldur Covid-19 gekk yfir heimsbyggðina. Þá var hann heilbrigðisráðherra í velsku ríkisstjórninni. „Ég dáðist að honum fyrir að geta tekið allri þessari gagnrýni, við öllum þessum höggum, þessum persónulegu árásum og á sama tíma haldið einbeitingu til að vernda líf og lífsviðurværi fólks,“ segir Ken Skates, samflokksmaður hans og vinur til margra ára.

Rétt marði kosningarnar

Er Mark Drakeford, leiðtogi Verkamannaflokksins og fyrsti ráðherra Wales frá árinu 2018, tilkynnti í desember í fyrra að hann ætlaði að stíga til hliðar hófst snörp kosningabarátta milli Gething og Jeremy Miles. Um miðjan mars urðu úrslitin ljós og hafði Gething borið sigur úr býtum með tæplega 52 prósentum atkvæða. 

En því var ekki tekið fagnandi af öllum. Velska BBC afhjúpaði að Gething hefði tekið við 200 þúsund punda framlagi í kosningasjóð sinn frá David John Neal, viðskiptaforkólfi sem hefur tvívegis hlotið dóm fyrir umhverfisníð í gegnum endurvinnslufyrirtæki sín. BBC birti einnig bréf sem Gething ritaði Umhverfisstofnun Wales á árunum 2016–2018 þar sem hann hvatti stofnunina til að slaka á kröfum gagnvart öðru endurvinnslufyrirtæki Neals. Ekki þykja öll kurl komin til grafar í þessum efnum.

Velskar lausnir fyrir velsk vandamál

Eftir að hafa verið ráðherra í ríkisstjórn Wales í áratug er komið að Vaughan Gething að leiða hana. „Í dag höfum við brotið blað í sögu þjóðar okkar,“ sagði hann er úrslitin í formannskosningum Verkamannaflokksins voru ljós. „Ekki aðeins vegna þess að mér hefur hlotnast sá heiður að verða fyrsti svarti leiðtogi Evrópulands heldur vegna þess að kynslóðaskipti eru að verða.“ Hann segir slagorðið „velskar lausnir fyrir velsk vandamál“ renna um æðar sér. Meðal verkefna sem hann ætlar að leggja áherslu á sem fyrsti ráðherra Wales er að bæta opinbera heilbrigðisþjónustu, ráðast í húsnæðisuppbyggingu og efla menntun. Þá hefur hann nefnt fjölgun „grænna starfa“. Það þykir andstæðingum hans ekki rýma sérstaklega við tengsl hans og viðskiptajöfursins Neils. Gething hefur hins vegar bent á, spurður út í styrkina, að hann hafi farið að öllum reglum í þessum efnum út í ystu æsar.

Frami fulltrúa minnihlutahópa

Keir Starmer, leiðtogi breska Verkamannaflokksins segir kjör Gethings ekki aðeins söguleg heldur endurspegli þau velsk gildi í nútímasamfélagi. Wales telur um þrjár milljónir íbúa og um 94 prósent þeirra eru hvítir. Gething er því fulltrúi minnihlutahóps, rétt eins og Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, sem er af indverskum ættum, Humza Yousaf, fyrsti ráðherra Skotlands, sem er sonur pakistanskra innflytjenda og Michelle O’Neill, fyrsti ráðherra Norður-Írlands, sem er fyrst kaþólskrar trúar til að gegna því embætti.  

Gething segir að holskefla rasískra ummæla eigi eflaust eftir að ganga yfir samfélagsmiðla vegna þess að svartur maður sé kominn til valda í Wales. Þannig sé heimurinn því miður orðinn. Fólk eigi eftir að efast um hvatir hans og draga þjóðerni hans í efa. Aðrir eigi eftir að gagnrýna hann fyrir að tala um uppruna sinn, spyrja hverju máli skipti hvaðan fólk á rætur að rekja. Hvað það og forfeður þeirra hafi gengið í gegnum. „Það er mjög einfalt að segja uppruna ekki skipta máli þegar þinn eigin uppruni hefur aldrei verið dreginn í efa eða verið notaður gegn þér,“ segir hann.  

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
2
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Skærustu stjörnur rappsins heyja vægðarlaust upplýsingastríð
4
Greining

Skær­ustu stjörn­ur rapps­ins heyja vægð­ar­laust upp­lýs­inga­stríð

Rapp­ar­arn­ir Kendrick Lam­ar og Dra­ke kepp­ast nú við að gefa út hvert lag­ið á fæt­ur öðru þar sem þeir bera hvorn ann­an þung­um sök­um. Kendrick Lam­ar sak­ar Dra­ke um barn­aníð og Dra­ke seg­ir Kendrick hafa beitt sína nán­ustu of­beldi fyr­ir lukt­um dyr­um. Á und­an­förn­um mán­uð­um hafa menn­irn­ir gef­ið út níu lög um hvorn ann­an og virð­ast átök­un­um hvergi nærri lok­ið. Rapp­spek­úl­ant­inn Berg­þór Más­son seg­ir stríð­ið af­ar at­hygl­is­vert.
Þetta er hálfgerður öskurgrátur
5
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.
Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?
6
Greining

Hvað gera Ás­geir og fé­lag­ar á morg­un?

Tveir valda­mestu ráð­herr­ar lands­ins telja Seðla­bank­ann geta lækk­að stýri­vexti á morg­un en grein­ing­ar­að­il­ar eru nokk­uð viss­ir um að þeir hald­ist óbreytt­ir. Ef það ger­ist munu stýri­vext­ir ná því að vera 9,25 pró­sent í heilt ár. Af­leið­ing vaxta­hækk­un­ar­ferl­is­ins er með­al ann­ars sú að vaxta­gjöld heim­ila hafa auk­ist um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár