Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bankaráð Landsbankans svarar fyrir sig

Banka­ráð Lands­bank­ans sendi fyr­ir stuttu frá sér til­kynn­ingu um að það hafi svar­að bréfi Banka­sýslu rík­is­ins sem stofn­un­in sendi ráð­inu 18. mars síð­ast­lið­inn. Í svari banka­ráðs kem­ur fram að ráð­ið hafi upp­lýst Banka­sýsl­una um fyr­ir­hug­uð kaup Lands­bank­ans á TM og Banka­sýsl­an hafi ekki gert nein­ar at­huga­semd­ir fyrr en eft­ir skuld­bind­andi til­boð var sam­þykkt.

Bankaráð Landsbankans svarar fyrir sig
Bankráð Landsbankans segist hafa upplýst Bankasýsluna um að bankinn hafi skilað inn óskuldbindandi tilboði í TM Mynd: Heiða Helgadóttir

Bankráð Landsbankans hefur birt svör sín við fyrirspurnum Bankasýslunnar sem krafði bankaráð svara um fyrirhuguð kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Telur bankaráð sig hafa uppfyllt skyldur sínar til upplýsingagjafar og í samræmi við eigendastefnu ríkisins. 

Í svari bankaráðs kemur fram að Bankasýslan hafi verið upplýst um að Landsbankinn hafi skilað inni óskuldbindandi tilboði í TM í samtali þann 20. desember síðastliðinn.  

„Í kjölfarið tók bankinn þátt í ferli sem lauk með því að bankinn lagði fram skuldbindandi tilboð í félagið þann 15. mars 2024.“

Tilboðið var síðan samþykkt og tveimur dögum seinna var Bankasýslunni tilkynnt um viðskiptin. Þá segir í tilkynningu Landsbankans að Bankasýslan hafi á engum tímapunkti sett fram athugasemdir eða óskað eftir frekari upplýsingum frá bankaráði fyrr en eftir að Kvika samþykkti skuldbindandi kauptilboð Landsbankans. 

Þetta er nokkuð á skjön við það sem kom fram í bréfi sem Bankasýsla ríkisins sendi fjármála- og efnahagsráðherra í kjölfar þess að tilkynnt var kaupin. En í bréfi Bankasýslunnar segir að stofnunin hafi verið tilkynnt um endurvakinn áhuga Landsbankans á því að taka þátt í söluferlinu í „óformlegu símtali.“ Þar kom hvergi fram að bankinn hefði skilað inn óskuldbindandi tilboði í TM.

Þá segir í tilkynningunni að það sé mat bankaráðs að kaupin séu í takti við eigendastefnu ríkisins og viðskiptin þjóni hagsmunum bankans og hluthafa til lengri tíma. 

Sömuleiðis segir bankaráð að kaupin auki hvorki áhættu í rekstri bankans, né skerði getu hans til að uppfylla arðgreiðslustefnu sína. 

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
3
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...
Leitin að upprunanum
6
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár