Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bankaráð Landsbankans svarar fyrir sig

Banka­ráð Lands­bank­ans sendi fyr­ir stuttu frá sér til­kynn­ingu um að það hafi svar­að bréfi Banka­sýslu rík­is­ins sem stofn­un­in sendi ráð­inu 18. mars síð­ast­lið­inn. Í svari banka­ráðs kem­ur fram að ráð­ið hafi upp­lýst Banka­sýsl­una um fyr­ir­hug­uð kaup Lands­bank­ans á TM og Banka­sýsl­an hafi ekki gert nein­ar at­huga­semd­ir fyrr en eft­ir skuld­bind­andi til­boð var sam­þykkt.

Bankaráð Landsbankans svarar fyrir sig
Bankráð Landsbankans segist hafa upplýst Bankasýsluna um að bankinn hafi skilað inn óskuldbindandi tilboði í TM Mynd: Heiða Helgadóttir

Bankráð Landsbankans hefur birt svör sín við fyrirspurnum Bankasýslunnar sem krafði bankaráð svara um fyrirhuguð kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Telur bankaráð sig hafa uppfyllt skyldur sínar til upplýsingagjafar og í samræmi við eigendastefnu ríkisins. 

Í svari bankaráðs kemur fram að Bankasýslan hafi verið upplýst um að Landsbankinn hafi skilað inni óskuldbindandi tilboði í TM í samtali þann 20. desember síðastliðinn.  

„Í kjölfarið tók bankinn þátt í ferli sem lauk með því að bankinn lagði fram skuldbindandi tilboð í félagið þann 15. mars 2024.“

Tilboðið var síðan samþykkt og tveimur dögum seinna var Bankasýslunni tilkynnt um viðskiptin. Þá segir í tilkynningu Landsbankans að Bankasýslan hafi á engum tímapunkti sett fram athugasemdir eða óskað eftir frekari upplýsingum frá bankaráði fyrr en eftir að Kvika samþykkti skuldbindandi kauptilboð Landsbankans. 

Þetta er nokkuð á skjön við það sem kom fram í bréfi sem Bankasýsla ríkisins sendi fjármála- og efnahagsráðherra í kjölfar þess að tilkynnt var kaupin. En í bréfi Bankasýslunnar segir að stofnunin hafi verið tilkynnt um endurvakinn áhuga Landsbankans á því að taka þátt í söluferlinu í „óformlegu símtali.“ Þar kom hvergi fram að bankinn hefði skilað inn óskuldbindandi tilboði í TM.

Þá segir í tilkynningunni að það sé mat bankaráðs að kaupin séu í takti við eigendastefnu ríkisins og viðskiptin þjóni hagsmunum bankans og hluthafa til lengri tíma. 

Sömuleiðis segir bankaráð að kaupin auki hvorki áhættu í rekstri bankans, né skerði getu hans til að uppfylla arðgreiðslustefnu sína. 

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár