Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bankaráð Landsbankans svarar fyrir sig

Banka­ráð Lands­bank­ans sendi fyr­ir stuttu frá sér til­kynn­ingu um að það hafi svar­að bréfi Banka­sýslu rík­is­ins sem stofn­un­in sendi ráð­inu 18. mars síð­ast­lið­inn. Í svari banka­ráðs kem­ur fram að ráð­ið hafi upp­lýst Banka­sýsl­una um fyr­ir­hug­uð kaup Lands­bank­ans á TM og Banka­sýsl­an hafi ekki gert nein­ar at­huga­semd­ir fyrr en eft­ir skuld­bind­andi til­boð var sam­þykkt.

Bankaráð Landsbankans svarar fyrir sig
Bankráð Landsbankans segist hafa upplýst Bankasýsluna um að bankinn hafi skilað inn óskuldbindandi tilboði í TM Mynd: Heiða Helgadóttir

Bankráð Landsbankans hefur birt svör sín við fyrirspurnum Bankasýslunnar sem krafði bankaráð svara um fyrirhuguð kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Telur bankaráð sig hafa uppfyllt skyldur sínar til upplýsingagjafar og í samræmi við eigendastefnu ríkisins. 

Í svari bankaráðs kemur fram að Bankasýslan hafi verið upplýst um að Landsbankinn hafi skilað inni óskuldbindandi tilboði í TM í samtali þann 20. desember síðastliðinn.  

„Í kjölfarið tók bankinn þátt í ferli sem lauk með því að bankinn lagði fram skuldbindandi tilboð í félagið þann 15. mars 2024.“

Tilboðið var síðan samþykkt og tveimur dögum seinna var Bankasýslunni tilkynnt um viðskiptin. Þá segir í tilkynningu Landsbankans að Bankasýslan hafi á engum tímapunkti sett fram athugasemdir eða óskað eftir frekari upplýsingum frá bankaráði fyrr en eftir að Kvika samþykkti skuldbindandi kauptilboð Landsbankans. 

Þetta er nokkuð á skjön við það sem kom fram í bréfi sem Bankasýsla ríkisins sendi fjármála- og efnahagsráðherra í kjölfar þess að tilkynnt var kaupin. En í bréfi Bankasýslunnar segir að stofnunin hafi verið tilkynnt um endurvakinn áhuga Landsbankans á því að taka þátt í söluferlinu í „óformlegu símtali.“ Þar kom hvergi fram að bankinn hefði skilað inn óskuldbindandi tilboði í TM.

Þá segir í tilkynningunni að það sé mat bankaráðs að kaupin séu í takti við eigendastefnu ríkisins og viðskiptin þjóni hagsmunum bankans og hluthafa til lengri tíma. 

Sömuleiðis segir bankaráð að kaupin auki hvorki áhættu í rekstri bankans, né skerði getu hans til að uppfylla arðgreiðslustefnu sína. 

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár