Skipulagsstofnun segir að þrátt fyrir að Vegagerðin hafi hafnað tillögum um að skoða fleiri jarðgangakosti við Sundabraut en gert er ráð fyrir í matsáætlun framkvæmdarinnar sé mikilvægt að í næsta skrefi umhverfismatsins, umhverfismatsskýrslu, verði gerð grein fyrir þeim valkostum sem hafa verið skoðaðir í umhverfismatsferlinu.
Þá vill stofnunin að færð verði skýr rök fyrir vali á framlögðum kostum, sem fela í sér aðeins örstutta leið í jarðgöngum, og af hverju ekki var talin ástæða til að meta umhverfisáhrif annarra kosta.
Ljóst er, segir Skipulagsstofnun í nýbirtu áliti sínu, að jarðgöng myndu hafa mun minni áhrif á marga umhverfisþætti samanborið við veg á yfirborði.
Athugasemdir