Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum

App­el­sínu­gul við­vör­un er í gildi á Vest­fjörð­um. Þar er nú tals­verð snjó­koma og skafrenn­ing­ur. Skyggni er mjög lé­legt og flest­ir veg­ir eru lok­að­ir eða ófær­ir.

Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum
Ófært Talsverð snjókoma og skafrenningur er á Vestfjörðum. Mynd: Golli

Óvissustig er á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu og eru flestir vegir ófærir. Appelsínugul viðvörun er í gildi til klukkan sex í dag. Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að á Vestfjörðum sé norðaustan stormur, 18-25 metrar á sekúndu og talsverð snjókoma og skafrenningur með mjög lélegu skyggni.“ Eftir sex í kvöld er gul viðvörun þar sem „búast má við slæmu skyggni og versnandi færð.“ 

Heimildin fjallaði fyrr á árinu um umferðina um Súðavíkurhlíðina. Vegurinn er lokaður vegna snjóflóðahættu í dag, eins og oft er raunin. Á ellefu ára tímabili, frá 2012 til og með 2022 var þjóðveginum milli Súðavíkur og Ísafjarðar lokað í 151 dag, eða að meðaltali tvær vikur á ári. 

Lokaðir vegir

Þó að lokað sé fyrir umferð um Súðavíkurhlíð hefur það ekki í för með sér að Súðvíkingar fari ekki um veginn til að sækja sér þjónustu til Ísafjarðar s.s. verslun, heilbrigðisþjónustu og fleira.

Tíðar lokanir hafa þó mikil áhrif á þá sem þurfa að keyra á milli plássanna vegna vinnu. En þær raska líka öllum flutngingum til og frá Ísafjarðarbæ og Bolungarvík. Mikið magn af fiski er fluttur þar um, ekki síst lax.

Kostnaðurinn við að halda veginum opnum, framkvæmdir til að reyna að verja veginn, malbika og laga nam hálfum milljarði króna á þessu tímabili. Einungis lítill hluti vegarins hefur þó verið varinn og þær varnir sem komnar eru koma tæpast í veg fyrir að stærri flóð nái vegi eða fari út í sjó.

Svokölluð snjóflóðagil á tæplega tveggja og hálfs kílómetra kafla í Súðavíkurhlíð eru 22 talsins. Eitt á hverja hundrað metra. Það eru gil sem safna í sig miklu magni af snjó sem hlaupið getur fram í snjóflóði. En slíkt gerist oft. Flóða hafa fallið úr flestum þessara gilja jafnvel á sama sólarhringnum.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
2
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
3
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár