Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum

App­el­sínu­gul við­vör­un er í gildi á Vest­fjörð­um. Þar er nú tals­verð snjó­koma og skafrenn­ing­ur. Skyggni er mjög lé­legt og flest­ir veg­ir eru lok­að­ir eða ófær­ir.

Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum
Ófært Talsverð snjókoma og skafrenningur er á Vestfjörðum. Mynd: Golli

Óvissustig er á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu og eru flestir vegir ófærir. Appelsínugul viðvörun er í gildi til klukkan sex í dag. Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að á Vestfjörðum sé norðaustan stormur, 18-25 metrar á sekúndu og talsverð snjókoma og skafrenningur með mjög lélegu skyggni.“ Eftir sex í kvöld er gul viðvörun þar sem „búast má við slæmu skyggni og versnandi færð.“ 

Heimildin fjallaði fyrr á árinu um umferðina um Súðavíkurhlíðina. Vegurinn er lokaður vegna snjóflóðahættu í dag, eins og oft er raunin. Á ellefu ára tímabili, frá 2012 til og með 2022 var þjóðveginum milli Súðavíkur og Ísafjarðar lokað í 151 dag, eða að meðaltali tvær vikur á ári. 

Lokaðir vegir

Þó að lokað sé fyrir umferð um Súðavíkurhlíð hefur það ekki í för með sér að Súðvíkingar fari ekki um veginn til að sækja sér þjónustu til Ísafjarðar s.s. verslun, heilbrigðisþjónustu og fleira.

Tíðar lokanir hafa þó mikil áhrif á þá sem þurfa að keyra á milli plássanna vegna vinnu. En þær raska líka öllum flutngingum til og frá Ísafjarðarbæ og Bolungarvík. Mikið magn af fiski er fluttur þar um, ekki síst lax.

Kostnaðurinn við að halda veginum opnum, framkvæmdir til að reyna að verja veginn, malbika og laga nam hálfum milljarði króna á þessu tímabili. Einungis lítill hluti vegarins hefur þó verið varinn og þær varnir sem komnar eru koma tæpast í veg fyrir að stærri flóð nái vegi eða fari út í sjó.

Svokölluð snjóflóðagil á tæplega tveggja og hálfs kílómetra kafla í Súðavíkurhlíð eru 22 talsins. Eitt á hverja hundrað metra. Það eru gil sem safna í sig miklu magni af snjó sem hlaupið getur fram í snjóflóði. En slíkt gerist oft. Flóða hafa fallið úr flestum þessara gilja jafnvel á sama sólarhringnum.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
1
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár