Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sérbýli hækkað um 12 milljónir frá rýmingu Grindavíkur

Með­al­kaup­verð sér­býl­is í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hef­ur hækk­að úr 68 millj­ón­um króna í nóv­em­ber í tæp­ar 80 millj­ón­ir króna. Skýr­ing­in er hús­næð­isneyð Grind­vík­inga. Nokkr­ir þeirra við Heim­ild­ina að reynt sé að græða á þeim.

Sérbýli hækkað um 12 milljónir frá rýmingu Grindavíkur
Eldgos Í janúar flæddi hraun að nyrstu byggðum Grindavíkur og eyðilagði þrjú hús. Mun fleiri hús í bænum eru skemmd og ríkið hefur ákveðið að kaupa hús af Grindvíkingum, óski þeir þess. Mynd: Golli

Ný vísitala íbúðaverðs og meðalverð úr kaupsamningum benda til skarprar verðhækkunar á  íbúðum í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Velta á íbúðamarkaði nálægt höfuðborgarsvæðinu hefur ekki aukist jafn mikið á milli mánaða frá upphafi mælinga í janúar árið 2014.

HMS telur að íbúðakaup Grindvíkinga hafi haft áhrif á fasteignamarkaðinn í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og gætu áhrifin orðið meiri á næstu mánuðum. Íbúðamarkaðurinn í nágrenni höfuðborgarsvæðisins tók kipp í febrúar með miklum verðhækkunum og mikilli fjölgun kaupsamninga. HMS telur að áhrifin megi rekja til íbúðakaupa Grindvíkinga í mánuðinum og að íbúðakaupin muni ýta undir verðþrýstingi á markaði næstu mánuði.

HMS greindi frá því fyrr í vikunni að ný vísitala íbúðaverðs á landinu öllu hefði  hækkað um 1,9 prósent á milli mánaða í febrúar. Þar vó verðhækkun á fjölbýlishúsum þungt, en undirvísitala fjölbýlishúsa á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um  2,1 prósent á milli mánaða, á meðan undirvísitala fjölbýlishúsa á landsbyggðinni hækkaði um 6,4 prósent á milli mánaða.

Sérbýlin hækka mest

Ef litið er til útgefinna kaupsamninga í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins má sjá skarpar verðhækkanir, en þar hækkaði meðalverð á seldri íbúð úr 61,6 milljónum króna í janúar í tæpar 65 milljónir króna í febrúar. Mest hefur verðhækkunin orðið á sérbýlishúsum á svæðinu, en meðalkaupverð þeirra hefur hækkað úr 68 milljónum króna í nóvember 2023 í tæpar 80 milljónir króna í febrúar 2024.

Á höfuðborgarsvæðinu hækkaði meðalverð í kaupsamningum einnig, en þó mun minna. Þar nam meðalkaupverðið 78,3 milljónum króna í febrúar, miðað við 78 milljónir króna í janúar.

Kaup­samn­ing­um fjölg­ar og velt­an eykst

Mun fleiri kaupsamningar voru gefnir út í febrúar heldur en í janúar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Fjöldi þeirra rúmlega tvöfaldaðist á tímabilinu, eða úr 74 í janúar í 164 í febrúar. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði kaupsamningum einnig, úr 332 í janúar í 491 í febrúar.

Vegna hærra verðs og fleiri kaupsamninga jókst veltan töluvert á íbúðamarkaði á milli mánaða í febrúar, eða úr 26 í 38 milljarða á höfuðborgarsvæðinu og úr 5 í 11 milljarða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Veltan hefur ekki aukist jafnmikið á milli mánaða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins frá upphafi mælinga í janúar 2014.

„HMS telur að aukin virkni á íbúðamarkaðnum á suðvesturhorninu sé tilkomin vegna íbúðakaupa Grindvíkinga í febrúar,“ segir í samantekt stofnunarinnar. Alþingi samþykkti lög um kaup ríkisstjórnarinnar á íbúðarhúsnæði í bænum þann 23. febrúar. Tæplega 900 íbúðaeigendur sem áttu lögheimili í Grindavík geta því selt fasteignir sínar til ríkisins og keypt aðra íbúð á fasteignamarkaði.

„Íbúðakaup Grindvíkinga geta aukið verðþrýsting á íbúðum á  íbúðamarkaði í nágrenni höfuðborgarsvæðis á næstu mánuðum,“ segir í samantekt HMS. 

Heimildin ræddi nýverið við Grindvíkinga sem eru í húsnæðisleit í Reykjanesbæ. Sögðu þeir allir að verð hafi hækkað mikið á örfáum vikum. Fasteignamarkaðurinn er „í tómu rugli“ sagði einn þeirra. „Því miður þá eru Grindvíkingar, vinir, að berjast um sömu húsin,“ sagði annar. „Það er bara verið að græða á okkur,“ sagði sá þriðji.

Viðtölin má lesa hér.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

„Yfirgnæfandi líkur“ á eldgosi á næstu þremur dögum
FréttirReykjaneseldar

„Yf­ir­gnæf­andi lík­ur“ á eld­gosi á næstu þrem­ur dög­um

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að það byrji að gjósa á Reykja­nesskaga á næstu tveim­ur dög­um. Hann seg­ir að flest bendi til þess að „þak­ið muni rofna á svip­uð­um slóð­um og áð­ur“. Hann tel­ur því ekki hættu á að það byrji inn­an Grinda­vík­ur þó að hraun geti flætt þang­að.
Hraunið gæti flætt yfir fjarskiptastöð Bandaríkjaflota
FréttirReykjaneseldar

Hraun­ið gæti flætt yf­ir fjar­skipta­stöð Banda­ríkja­flota

Bene­dikt G. Ófeigs­son, jarð­eðl­is­fræð­ing­ur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ir gríð­ar­legt magn hrauns flæða úr sprung­unni sem opn­að­ist nærri Sund­hnúk­um norð­an við Grinda­vík í dag. Dragi ekki úr flæð­inu gæti flaum­ur­inn flætt að varn­ar­görð­un­um vest­an við Grinda­vík og að fjar­skipta­stöð banda­ríska flot­ans sem stað­sett ná­lægt Grinda­vík.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
6
Viðtal

„Við er­um að virkja fyr­ir pen­ing­ana sem okk­ur lang­ar í“

Odd­ur Sig­urðs­son hlaut Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríð­ar í Bratt­holti. Hann spáði fyr­ir um enda­lok Ok­jök­uls og því að Skeið­ará myndi ekki ná að renna lengi í sín­um far­vegi, sem rætt­ist. Nú spá­ir hann því að Reykja­nesskagi og höf­uð­borg­ar­svæð­ið fari allt und­ir hraun á end­an­um. Og for­dæm­ir fram­kvæmdagleði Ís­lend­inga á kostn­að nátt­úru­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
4
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár