„Ég fór yfir reikningana á síðasta ári og reiknaði út hvað ég er að borga í bílastæði yfir árið. Sú upphæð var 450 þúsund krónur,“ segir Halldór Jónsson, yfirþjónn á Matarkjallaranum.
„Það á ekki að refsa fólki sem vinnur í miðbæ Reykjavíkur. „Gjörðu svo vel, þú þarft að borga 370 til 450 þúsund á ári fyrir að leggja bílnum þínum í miðbæ Reykjavíkur.“ Af því þú býrð í Kópavogi, Hafnarfirði, skiptir ekki máli. Bara utan höfuðborgarsvæðisins.“ Halldór hefur starfað í miðbæ Reykjavíkur á ólíkum veitingastöðum síðan 2016. Hann býr í Hafnarfirði og vinnur oft til tólf á miðnætti. Þá er strætó hættur að ganga og því kýs Halldór að fara á einkabíl í vinnuna.
Gríðarlegur kostnaður
Bílastæðahús eru víðs vegar um Reykjavíkurborg. Halldór sótti um pláss í bílastæðahúsinu á Vesturgötu fyrir tveimur árum síðan og hefur enn ekkert heyrt. Mánaðarkortið í bílastæðahúsið á Vesturgötu kostar 18.200 krónur. Mun hann þá …
Eg skal taka að mer að skutla þer i og ur vinnu fyirir miklu lægra verð
auk ymiskonar skutls sem þu þarft.
- Kjarasamningur milli VR og Samtaka atvinnulífsins
Hér er náttúrulega komin góð lausn. Hann segist vilja þau réttindi sem íbúum standi til boða vegna þess að það er sem hann búi þar, svo auðvitað ætti hann að þá líka að vilja greiða útsvar í borginni.