Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Greiddi 450 þúsund krónur fyrir bílastæði í miðbænum á síðasta ári

„Ekki refsa fólki sem vinn­ur í mið­bæ Reykja­vík­ur,“ seg­ir Hall­dór Jóns­son, yf­ir­þjónn á Mat­ar­kjall­ar­an­um. Á síð­asta ári greiddi hann næst­um hálfa millj­ón króna bara í bíla­stæða­kostn­að. Hann sótti um áskrift í bíla­stæða­hús­inu á Vest­ur­götu fyr­ir tveim­ur ár­um en veit ekki hvort eða hvenær hann fái þá áskrift.

Greiddi 450 þúsund krónur fyrir bílastæði í miðbænum á síðasta ári
Halldór Jónsson greiddi háar upphæðir á síðasta ári fyrir bílastæði. Ofan á það bættust við greiðslur af sjálfsábyrgð eftir að keyrt var á bílinn hans þrisvar sinnum. Mynd: Golli

„Ég fór yfir reikningana á síðasta ári og reiknaði út hvað ég er að borga í bílastæði yfir árið. Sú upphæð var 450 þúsund krónur,“ segir Halldór Jónsson, yfirþjónn á Matarkjallaranum. 

„Það á ekki að refsa fólki sem vinnur í miðbæ Reykjavíkur. „Gjörðu svo vel, þú þarft að borga 370 til 450 þúsund á ári fyrir að leggja bílnum þínum í miðbæ Reykjavíkur.“ Af því þú býrð í Kópavogi, Hafnarfirði, skiptir ekki máli. Bara utan höfuðborgarsvæðisins.“ Halldór hefur starfað í miðbæ Reykjavíkur á ólíkum veitingastöðum síðan 2016. Hann býr í Hafnarfirði og vinnur oft til tólf á miðnætti. Þá er strætó hættur að ganga og því kýs Halldór að fara á einkabíl í vinnuna. 

Gríðarlegur kostnaður 

Bílastæðahús eru víðs vegar um Reykjavíkurborg. Halldór sótti um pláss í bílastæðahúsinu á Vesturgötu fyrir tveimur árum síðan og hefur enn ekkert heyrt. Mánaðarkortið í bílastæðahúsið á Vesturgötu kostar 18.200 krónur. Mun hann þá …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Daði Guðbjörnsson skrifaði
    Í öðrum stórborgum nota menn almennings samgaungur ef þeir fara í miðborginna, þó að ég viti ekki um borg sem er það stór að hún sé með hærri bílastöðu gjöld heldren Víkinn.
    0
  • MGÁ
    Marteinn Gísli Árnason skrifaði
    Þu hlytur að vera með mjog goð launog það er gott.
    Eg skal taka að mer að skutla þer i og ur vinnu fyirir miklu lægra verð
    auk ymiskonar skutls sem þu þarft.
    0
  • BHS
    Birkir Helgi Stefánsson skrifaði
    „Ferðir til og frá vinnustað á höfuðborgarsvæðinu (Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Seltjarnarnes), á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki, greiðast af vinnuveitanda.“
    - Kjarasamningur milli VR og Samtaka atvinnulífsins
    3
  • Martin Swift skrifaði
    „Hann spyr sig hvers vegna hann geti þá ekki fengið betri kjör á bílastæðum líkt og þeir sem búi í Reykjavík.“

    Hér er náttúrulega komin góð lausn. Hann segist vilja þau réttindi sem íbúum standi til boða vegna þess að það er sem hann búi þar, svo auðvitað ætti hann að þá líka að vilja greiða útsvar í borginni.
    2
  • HÖH
    Hákon Örn Hákonarson skrifaði
    Í alvöru! Þetta er ekki frétt þetta er meðvirkni.
    2
  • Hafþór Bryndísarson skrifaði
    Hann er að kvarta undan því að það séu ekki nægilega mörg stæði en vill ekki taka þátt í lausninni sem er færri bílar eða fleiri stæði. Þessar lausnir eru ekki ókeypis, lægra gjald fyrir alla í hans stöðu myndi ekki leiða til þess að hann ætti auðveldara með að finna stæði heldur þveröfugt.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár