Það er margt sem bendir til þess að jarðhræringarnar sem nú eiga sér stað norðan Grindavíkur séu mjög áþekkar þeim atburðum sem urðu á sama stað fyrir um 2400 árum, að mati Ólafs Flóvenz, jarðeðlisfræðings og fyrrverandi forstjóra ÍSOR. „Þá myndaðist sigdalur í gegnum Grindavík og allstór eldgos urðu sem mynduðu Sundhnúksgígaröðina og víðáttumikla hraunbreiðu. Hraunið rann m.a. eftir sigdalnum til sjávar í Grindavík og langt norður fyrir Stóra-Skógfell,“ skrifar Ólafur í færslu á Facebook-síðu sinni.
Í færslunni, sem má sjá hér að neðan, birtir Ólafur mynd sem hann tók ofan af Þorbirni sumarið 2020, yfir svæðið sem nú er að gjósa á. Á myndinni sést hluti af Sundhnúksgígaröðinni austur af Sýlingafelli „en einmitt þar er eldgosið núna og virðist vera að mynda aðra eins gígaröð á þessum slóðum,“ skrifar Ólafur. Í baksýn sést Fagradalsfjall og norður af því hin mikla dyngja, Þráinsskjöldur. Hún myndaðist í lok ísaldar fyrir um …
Athugasemdir