Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur skilvirkt og alltaf gripið til viðeigandi aðgerða

Vegna um­ræð­unn­ar í sam­fé­lag­inu í kjöl­far lok­ana veit­inga­staða Dav­íðs Við­ars­son­ar birti Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur til­kynn­ingu um þeirra verklag.

Eftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur skilvirkt og alltaf gripið til viðeigandi aðgerða
Í tilkynningunni kemur fram að eftirlit þeirra sé skilvirkt og sé alltaf gripið til viðeigandi aðgerða og matvæli gerð upptæk þegar ástæða þykir til. Mynd: Shutterstock

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tilkynnti í dag hvernig verklag matvælaeftirlitsins er háttað hjá þeim. 

Heimildin greindi frá því á föstudaginn í síðustu viku að heilbrigðiseftirlitið hafi látið henda núðl­um, hrís­grjón­um og rækj­um á veit­inga­stað Wok On í Krón­unni á Fiskislóð í des­em­ber. Stað­ur­inn fékk fall­ein­kunn hjá eft­ir­lit­inu í byrj­un des­em­ber, eða 1 í einkunn, og var starf­sem­in stöðv­uð að hluta.

„Ef Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur verður vart við óheilnæm matvæli ... er ávallt brugðist skjótt við og tryggt að matvælaöryggi sé ekki ógnað og öryggi neytenda sé tryggt, í samræmi við lög og reglur. Alvarleg mál eru kærð til lögreglu ef ástæða er til, eins og gert var í því tilviki.“

Eftirlit skilvirkt

Í tilkynningunni kemur fram að eftirlit þeirra sé skilvirkt og sé alltaf gripið til viðeigandi aðgerða og matvæli gerð upptæk þegar ástæða þykir til. 

Heilbrigðiseftirlitið vinnur eftir númera skala, frá núll til fimm. Ef fyrirtæki færi núll í einkunn er starfsemin stöðvuð. Ef niðurstaða reglubundins eftirlits er einn þýðir það að heilbrigðisfulltrúi hefur takmarkað starfsemi fyrirtækisins eða stöðvað hana að hluta eða rekstraraðili hefur axlað þá ábyrgð sem á honum hvílir samkvæmt lögum og gert þetta sjálfur.“ Þetta kemur fram á vef Reykjavíkur. Ef fyrirtæki fá slæma niðurstöðu, eins og einn eða tvo, er ljóst að þau starfa ekki áfram nema að loknum úrbótum sem samþykktar eru af heilbrigðisfulltrúa í eftirliti.

Inn á vef Reykjavíkurborgar má finna niðurstöður Heilbrigðiseftirlitsins. Þar er hægt að leita að til dæmis veitingastöðum sem fólk hefur hug á að snæða á um helgina og skoða einkunn staðarins fyrir heimsóknina. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Þorleifsdóttir skrifaði
    Það líður alltof langur tími milli heimsókna heilbrigðiseftirlitsins og alltof margir staðir fá 2 stig.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár