Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur skilvirkt og alltaf gripið til viðeigandi aðgerða

Vegna um­ræð­unn­ar í sam­fé­lag­inu í kjöl­far lok­ana veit­inga­staða Dav­íðs Við­ars­son­ar birti Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur til­kynn­ingu um þeirra verklag.

Eftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur skilvirkt og alltaf gripið til viðeigandi aðgerða
Í tilkynningunni kemur fram að eftirlit þeirra sé skilvirkt og sé alltaf gripið til viðeigandi aðgerða og matvæli gerð upptæk þegar ástæða þykir til. Mynd: Shutterstock

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tilkynnti í dag hvernig verklag matvælaeftirlitsins er háttað hjá þeim. 

Heimildin greindi frá því á föstudaginn í síðustu viku að heilbrigðiseftirlitið hafi látið henda núðl­um, hrís­grjón­um og rækj­um á veit­inga­stað Wok On í Krón­unni á Fiskislóð í des­em­ber. Stað­ur­inn fékk fall­ein­kunn hjá eft­ir­lit­inu í byrj­un des­em­ber, eða 1 í einkunn, og var starf­sem­in stöðv­uð að hluta.

„Ef Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur verður vart við óheilnæm matvæli ... er ávallt brugðist skjótt við og tryggt að matvælaöryggi sé ekki ógnað og öryggi neytenda sé tryggt, í samræmi við lög og reglur. Alvarleg mál eru kærð til lögreglu ef ástæða er til, eins og gert var í því tilviki.“

Eftirlit skilvirkt

Í tilkynningunni kemur fram að eftirlit þeirra sé skilvirkt og sé alltaf gripið til viðeigandi aðgerða og matvæli gerð upptæk þegar ástæða þykir til. 

Heilbrigðiseftirlitið vinnur eftir númera skala, frá núll til fimm. Ef fyrirtæki færi núll í einkunn er starfsemin stöðvuð. Ef niðurstaða reglubundins eftirlits er einn þýðir það að heilbrigðisfulltrúi hefur takmarkað starfsemi fyrirtækisins eða stöðvað hana að hluta eða rekstraraðili hefur axlað þá ábyrgð sem á honum hvílir samkvæmt lögum og gert þetta sjálfur.“ Þetta kemur fram á vef Reykjavíkur. Ef fyrirtæki fá slæma niðurstöðu, eins og einn eða tvo, er ljóst að þau starfa ekki áfram nema að loknum úrbótum sem samþykktar eru af heilbrigðisfulltrúa í eftirliti.

Inn á vef Reykjavíkurborgar má finna niðurstöður Heilbrigðiseftirlitsins. Þar er hægt að leita að til dæmis veitingastöðum sem fólk hefur hug á að snæða á um helgina og skoða einkunn staðarins fyrir heimsóknina. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Þorleifsdóttir skrifaði
    Það líður alltof langur tími milli heimsókna heilbrigðiseftirlitsins og alltof margir staðir fá 2 stig.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu