Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ég lá emjandi á gólfinu“

Tveir þrek­vaxn­ir karl­menn réð­ust á lækn­inn Árna Tóm­as Ragn­ars­son eft­ir að hann neit­aði að breyta vott­orði vegna ópíóða. Mál­ið hef­ur ver­ið til­kynnt til lög­reglu. Síð­ustu lyf­seðl­ar Árna Tóm­as­ar runnu út á sunnu­dag.

„Ég lá emjandi á gólfinu“
Aldrei lent í þessu áður Árni Tómas segist aldrei áður hafa orðið fyrir ofbeldi í tengslum við störf sín en hann hefur verið nokkuð í umræðunni að undanförnu vegna ávísana ópíóða til fíknisjúklinga sem varð til þess að landlælknir svipti hann starfsleyfinu að hluta. Mynd: Golli

„Það komu tveir þreknir gaurar til mín á stofuna og voru nokkuð aggressívir. Þeir vildu að ég breytti vottorði sem ég hafði gefið mömmu annars þeirra,“ segir Árni Tómas Ragnarsson læknir sem varð fyrir árás á læknastofu sinni á þriðjudag. 

„Hún hafði flúið til Spánar eftir að ég var hættur þar sem fíklamál eru frjálslegri. Hún bað mig um að skrifa vottorð um að hún hefði fengið dópið hjá mér og að ég bætti við að hún væri að taka þetta vegna gigtar og gamals fótbrots. Ég hafði sagt henni að ég myndi ekki staðfesta það heldur myndi ég bara skrifa að hún væri drug addict, sem er rétt,“ segir hann.  

Árni Tómas hefur verið nokkuð í fréttum að undanförnu en í desember svipti landlæknis hann starfsleyfi að hluta, leyfinu til að ávísa verkjalyfjum, svefnlyfjum og kvíðalyfjum. Hann hefur síðustu tvö, þrjú árin ávísað morfínlyfjum til fíknisjúklinga sem nota vímuefni í æð, en upphaflega var það starfsfólk skaðaminnkunarúrræðisins Frú Ragnheiðar sem bað Árna Tómas um að skrifa upp á lyf fyrir skjólstæðinga sína.  

„Þetta breytir engu með afstöðu mína til sprautufíkla, sem eru ágætisfólk að því er ég hef kynnst“

Hann segist aldrei hafa orðið fyrir ofbeldi í starfi, fyrr en nú. Sonur konunnar sem hafði verið skjólstæðingur hans, og var flutt til Spánar, hafi ekki verið sáttur við það þegar Árni Tómas neitaði að breyta vottorðinu, falsa vottorð.

„Þess vegna ruddust þeir inn til mín, nokkuð ógnandi, og heimtuðu nýtt vottorð, sem ég neitaði þeim um. Þeir urðu nokkuð æstir, einkum sonur konunnar, en ég neitaði stöðugt og vísaði þeim út. Þegar sá fyrri var við það að fara kom sá seinni og kýldi mig mjög föstu höggi fyrir bringspalirnar þannig að ég lá emjandi á gólfinu um hríð. Það sást síðan til þeirra hlaupa út Austurstræti. Ég komst heim með harmkvælum, en hef nú að mestu jafnað mig. Þetta er í fyrsta skipti sem fíklamál mín hafa endað með ofbeldi, líklega tveir handrukkarar,“ segir Árni Tómas, sem tilkynnti málið til lögreglu.

Honum var eðlilega brugðið við árásina en hann leggur áherslu á að þetta breyti engu um hans álit á fólki með fíknisjúkdóm. „Fíklarnir hafa alltaf verið prúðir og góðir. Þetta breytir engu með afstöðu mína til sprautufíkla, sem eru ágætisfólk að því er ég hef kynnst,“ segir hann. 

Síðustu lyfseðlarnir þar sem Árni Tómas ávísaði morfínlyfjum, ópíóðum, runnu út 10. mars. Árásin átti sér stað 12. mars.

Árni Tómas er í persónulegu viðtali í nýjasta tölublaði Heimildarinnar. Viðtalið má lesa í heild sinni í blaðinu.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár