Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Einkenni ADHD hafa leitt til sambandsslita

Full­orðn­ir ein­stak­ling­ar með ADHD standa frammi fyr­ir ýms­um áskor­un­um í para­sam­bönd­um vegna hamlandi ein­kenna og sam­skipta­örð­ug­leika sem skort­ir fræðslu og þekk­ingu á. Þetta sýna nið­ur­stöð­ur meist­ara­rit­gerð­ar Júlíu Helgu Jak­obs­dótt­ur. ADHD sam­tök­in vilja bregð­ast við ákalli um aukna fræðslu og hef­ur Krist­björg Kona Kristjáns­dótt­ir stað­ið fyr­ir nám­skeið­um um ADHD í nán­um sam­bönd­um.

Einkenni ADHD hafa leitt til sambandsslita
ADHD á fullorðinsárum Júlía Helga Jakobsdóttir er ekki með þessi klassísku ADHD-einkenni og setti upp ákveðna grímu þar til hún fékk loks greiningu, 22 ára. „Ég átti oft erfitt með að hafa stjórn á tilfinningum mínum og var með mikinn mótþróa, en þá var ADHD ekki eins mikið í umræðunni og í dag.“ Mynd: Golli

Eigin reynsla Júlíu Helgu Jakobsdóttur af athyglisbresti með ofvirkni, ADHD, var kveikjan að meistaraverkefni hennar í félagsráðgjöf til starfsréttinda þar sem hún skoðar áhrif ADHD á parasambönd fullorðinna einstaklinga. „Ég var ekki með þessi klassísku ADHD einkenni og kunni að setja upp grímu í ákveðnum aðstæðum líkt og í skóla,“ segir Júlía, sem var 22 ára þegar hún fékk staðfesta greiningu. 

Meistaraverkefni Júlíu er eigindleg rannsókn þar sem hún tók viðtöl við þrjá karlmenn og sjö konur á þrítugs- og fertugsaldri sem eiga það sameiginlegt að vera greind með ADHD, hafa verið í parasambandi og búa eða hafa búið með maka. „Kveikjan að þessu viðfangsefni réðst af áhuga mínum á parasamböndum og þeirri persónulegri reynslu að vera sjálf greind með ADHD. Auk þess hefur umfjöllunin um ADHD verið áberandi í umræðunni innan samfélagsins undanfarin ár en lítið hefur borið á umfjöllun um áhrif ADHD á parasambönd fullorðinna,“ segir Júlía. …

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu