Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Einkenni ADHD hafa leitt til sambandsslita

Full­orðn­ir ein­stak­ling­ar með ADHD standa frammi fyr­ir ýms­um áskor­un­um í para­sam­bönd­um vegna hamlandi ein­kenna og sam­skipta­örð­ug­leika sem skort­ir fræðslu og þekk­ingu á. Þetta sýna nið­ur­stöð­ur meist­ara­rit­gerð­ar Júlíu Helgu Jak­obs­dótt­ur. ADHD sam­tök­in vilja bregð­ast við ákalli um aukna fræðslu og hef­ur Krist­björg Kona Kristjáns­dótt­ir stað­ið fyr­ir nám­skeið­um um ADHD í nán­um sam­bönd­um.

Einkenni ADHD hafa leitt til sambandsslita
ADHD á fullorðinsárum Júlía Helga Jakobsdóttir er ekki með þessi klassísku ADHD-einkenni og setti upp ákveðna grímu þar til hún fékk loks greiningu, 22 ára. „Ég átti oft erfitt með að hafa stjórn á tilfinningum mínum og var með mikinn mótþróa, en þá var ADHD ekki eins mikið í umræðunni og í dag.“ Mynd: Golli

Eigin reynsla Júlíu Helgu Jakobsdóttur af athyglisbresti með ofvirkni, ADHD, var kveikjan að meistaraverkefni hennar í félagsráðgjöf til starfsréttinda þar sem hún skoðar áhrif ADHD á parasambönd fullorðinna einstaklinga. „Ég var ekki með þessi klassísku ADHD einkenni og kunni að setja upp grímu í ákveðnum aðstæðum líkt og í skóla,“ segir Júlía, sem var 22 ára þegar hún fékk staðfesta greiningu. 

Meistaraverkefni Júlíu er eigindleg rannsókn þar sem hún tók viðtöl við þrjá karlmenn og sjö konur á þrítugs- og fertugsaldri sem eiga það sameiginlegt að vera greind með ADHD, hafa verið í parasambandi og búa eða hafa búið með maka. „Kveikjan að þessu viðfangsefni réðst af áhuga mínum á parasamböndum og þeirri persónulegri reynslu að vera sjálf greind með ADHD. Auk þess hefur umfjöllunin um ADHD verið áberandi í umræðunni innan samfélagsins undanfarin ár en lítið hefur borið á umfjöllun um áhrif ADHD á parasambönd fullorðinna,“ segir Júlía. …

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár