Þann 10. nóvember, daginn sem Grindavík var rýmd og allt breyttist hjá íbúum bæjarins, voru 3.789 manns skráðir með lögheimili í bænum. Á þeim fjórum mánuðum sem liðnir eru síðan þá hafa 2.485 einstaklingar fært aðsetur sitt annað, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá Íslands. Ljóst má vera að enn fleiri hafa flutt úr Grindavík. Þar býr nánast enginn í dag.
Fjallað er um stöðu Grindvíkinga út frá mörgum hliðum í nýjasta tölublaði Heimildarinnar sem kom út í dag.
Hópurinn, sem eitt sinn myndaði samfélag, dreifist nú niður á 29 sveitarfélög. Flestir þeirra sem hafa fært aðsetur sitt, 659 talsins, fluttu til höfuðborgarinnar og 549 fluttu í Reykjanesbæ. Helmingur einstaklinganna sem hefur fært aðsetur sitt formlega fór í þessi tvö sveitarfélög. Hafnarfjörður, Kópavogur, Garðabær og Vogar voru líka vinsælir lendingarstaðir.
Í lok síðustu viku var opnað fyrir fyrrverandi íbúa Grindavíkur að selja íbúðir og hús sín til Fasteignafélagsins Þórkötlu, í eigu íslenska …
Athugasemdir (2)