Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Flestir ákváðu að skilja í nóvember

1.457 um­sókn­ir um skiln­að bár­ust sýslu­mönn­um um hjóna­skiln­að ár­ið 2023. Lang flest­ir skiln­að­ir urðuí nóv­em­ber, eða 180 sam­tals.

Flestir ákváðu að skilja í nóvember

„Samkvæmt upplýsingum frá sýslumannaráði bárust sýslumönnum. 1457 umsóknir um hjónaskilnaði árið 2023.” Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssyni, þingmanni Pírata, um hjónaskilnað. Í skýrslunni eru mánuðurnir sundur liðaðir og þar gert ljóst hvort um hafi verið að ræða lögskilnað eða skilnaður að borði og sæng. 

Í töflunni má sjá að flestar umsóknir um skilnað bárust í nóvember á síðasta ári eða 180 talsins. Þar eftir bárust 145 umsóknir um skilnað í ágúst. Fæstar umsóknir um skilnað bárust í júlí eða 88 umsóknir samtals. 

Ný grein bættist við í lögum um hjónaskilnað á Íslandi á síðasta ári og tók hún gildi í júlí. Hjón sem eru sammála um að leita lögskilnaðar geta sótt um hann án milligöngu lögmanns. Þurfa hjónin að eiga engar sameiginlegar eignir né börn undir 18 ára aldri „eða hjón hafa náð samkomulagi um skipan forsjár fyrir börnum, um framfærslueyri og aðra skilnaðarskilmála.” 

Þróun giftingartíðni Íslendinga

Lang flestar hjónavígslur á hverja 1.000 íbúa voru árið 1874, eða 8,8. Þá voru hjónavígslurnar 1.891 í heildina. Lægsta tíðni hjónavígslna var árið 2014, en þá voru þær 4 á hverja 1.000 íbúa eða 1.314 hjónavígslur. Þeim fór fjölgandi eftir árið 2014 en lækkuðu aftur árið 2020. Þá voru hjónavígslur 5 á hverja 1.000 íbúa eða 1.831 hjónavígsla. Tölur Hagstofunnar ná ekki lengra aftur en til ársins 2020. 

Frjósemi á Íslandi

Frjósemi hefur aldrei mælst jafn lág á Íslandi líkt og hún gerði árið 2022. „Fjöldi lifandi fæddra barna á Íslandi árið 2022 var 4.391 sem er mikil fækkun frá árinu 2021 þegar 4.879 börn fæddust. Er þetta mesta fækkun á lifandi fæddum börnum sem hefur átt sér stað á milli ára frá 1838 eða fækkun upp á 488 börn,” kemur fram á vef Hagstofu.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár