Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.

Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
Jón Forstjóri Bankasýslunnar getur ekki svarað hvaða þjónusta var keypt.

Bankasýsla ríkisins getur ekki svarað því nema að hluta í hvað 57,4 milljónir króna, sem bókfærðar voru sem aðkeypt þjónusta frá 1. maí 2022 til 31. desember 2023, fóru. Heimildin sendi fyrirspurn til forstjóra stofnunarinnar og stjórnar hennar þann 30. janúar síðastliðinn og óskaði eftir sundurliðun á upphæðinni. Það tók á sjöttu viku að fá svar við fyrirspurninni og þegar það barst var niðurstaðan sú að ekki væri hægt að svara henni með tæmandi hætti. 

Í svarinu, sem Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, sendi, sagði að stofnunin leggi „áherslu á að ekki eru til staðar fyrirliggjandi gögn með þeirri sundurliðun og upplýsingum sem óskað er eftir. Stofnunin þyrfti að leggja í töluverða vinnu við að útbúa og taka saman slík gögn og er ekki auðvelt að kalla þessar upplýsingar fram rafrænt með einföldum hætti. Þar sem þessar upplýsingar eru ekki fyrirliggjandi telur stofnunin ekki hægt að verða við beiðninni.“ 

Keypti …

Kjósa
112
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Bergljót Davíðsdóttir skrifaði
    Maður spyr sig hvað þeir sem starfa hjá Bankasýslunni gera í vinnunni. Þeir naga kannski bara býanta og borga fjár þurfandi lögmönnum og almannatengla fyrirtækjum út í bæ fyrir það sem þeim er ætlað að vinna við og fá greitt fyrir.
    4
  • Olafur Kristjansson skrifaði
    Stofnunin þyrfti að leggja í töluverða vinnu, var svarið eftir 6 vikur.
    2
  • Kári Jónsson skrifaði
    Ekki banka ég er að kaupa tryggingarfélag.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Vilja einfalda lífið
6
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár