Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Nýlenduveldið Rússland: Herferðin til Síberíu

Þeir sem halda fram sjón­ar­mið­um Rúss­lands í heim­in­um segja stund­um sem svo að Rúss­land eigi í stöð­ugri hug­mynda­fræði­legri bar­áttu við „ný­lendu­veld­in“ á Vest­ur­lönd­um. En hvað er Rúss­land ann­að en stærsta ný­lendu­veldi í heimi?

Nýlenduveldið Rússland: Herferðin til Síberíu
„Érmak leggur undir sig Síberíu“ — verk eftir rússneska málarann Vasilí Súrikov.

Eiginleg ríki fóru að myndast á sléttunni sem nú kallast Úkraína og Rússland á 9. öld. Þar höfðu um aldir búið ýmsir slavneskir þjóðflokkar en ríkjamyndun má segja að hafi verið viðbrögð við Býsansveldinu við Svartahaf og ágangi norrænna víkinga frá Eystrasalti.

Öflugt ríki varð til kringum Kyiv er undirgekkst kristindóm árið 988 og framan af 11. öld var ríkið eitt þeirra víðáttumestu í Evrópu. Svo fór að halla undan fæti fyrir því ríki; austrænar þjóðir á borð við Kipsjaka sóttu að úr austri en ríkið Rús (eins og það var yfirleitt kallað) klofnaði upp í ótal smáríki á sléttunni vestan- og norðanverðri.

Stundum hverfðust þau um sérstaka „rússneska“ ættbálka, stundum um valdafjölskyldur sem flestar röktu ættir sínar til hinna fyrstu fursta í Kyiv.

Mongólar koma!

Eitt stærsta og öflugasta ríkið var Novgorod í norðri þar sem ekki ríktu prinsar eða furstar heldur taldist það vera lýðveldi.

Í raun var Novgorod samt kaupmannaveldi, ekki ósvipað og mörg ítölsku ríkjanna um þær mundir.

Laust fyrir miðja 13. öld urðu örlagaríkir atburðir á sléttunni sem enn móta sögu svæðisins. Þá komu Mongólar askvaðandi langt úr austri og lögðu undir sig allan austurhelming sléttunnar miklu en skildu eftir sig sviðna jörð í vesturhlutanum. Kyiv var lögð nánast í eyði 1240 og næstu aldirnar voru ættbálkarnir í vestanverðri Úkraínu, sem nú heitir, leiksoppar ríkja í vestri, Póllands og Litáens.

Skattheimtumenn Mongóla

Rússnesku ríkin norður af urðu á hinn bóginn að sitja og standa eins og Mongólum og arftökum þeirra þóknaðist. Valdaættirnar í sumum þeirra voru framan af lítið annað en skattheimtumenn Mongóla þótt með tímanum færu þær að sýna meiri sjálfstæðisþrótt.

Svo var til dæmis um ríkið Moskvu sem tók að vaxa á 14. öld og styrktist verulega þegar yfirmaður rétttrúnaðarkirkjunnar, sem fyrrum hafði haldið til í Kyiv, flutti aðsetur sitt til Moskvu.

Um miðja 16. öld má segja að Moskvuríkið hafi verið búið að sameina undir sinni stjórn öll þau svæði og ættbálka sem bjuggu á meirihluta þess svæðis sem nú heitir Evrópuhluti Rússlands.

Novgorod hafði til dæmis fallið Moskvu í skaut 1478 og þá gripu Moskvumenn til bragðs sem síðan hefur orðið ansi kunnuglegt í sögunni þar eystra: Mestöll valda- og miðstétt lýðveldisins var flutt í útlegð langar leiðir í burtu.

Krýndur keisari

1547 krýndi stórprinsinn í Moskvu, Ívan 4., sig keisara eða tsar til merkis um hve stöndugt ríki hans var orðið. Um sama leyti fóru Moskvumenn að kalla ríki sitt einfaldlega Rússland eftir hinu gamla ríki í Kyiv sem þeir litu á sem fyrirrennara sinn.

Um þessar mundir voru hin núverandi Belarús og Úkraína (sér í lagi vestari hlutinn) hins vegar undir stjórn sambandsríkis Pólverja og Litáa en austurhluti Úkraínu og Krímskagi voru undir stjórn Tatara, arftaka Mongóla.

Mongólska veldið í austurhluta hins núverandi Rússlands („Gullna hjörðin“) var hins vegar mjög á fallanda fæti er þarna var komið sögu. 1552 lagði Ívan 4. undir sig Kazan, sem hafði lengi verið höfuðborg Mongólaveldis þar um slóðir og sex árum síðar ruddi Ívan sér leið til Kaspíhafs með því að sigra Mongólafurstann í Astrakhan.

Skil milli tungumála og samfélaga

Ívan náði hins vegar ekki að sigra Krímtatara og heldur ekki vinna Eystrasaltslöndin. Útþensla hinna nýju Rússa í suður og vestur var nú meira og minna stöðvuð næstu 200 árin eða tæplega það.

Á þessum tíma segja margir fræðimenn að orðið hafi þau skil í menningu, tungumáli og samfélagi slavnesku ættbálkanna og/eða þjóðanna á sléttunni að þaðan í frá megi óhikað tala um þjóð Rússa annars vegar en þjóðir Belarússa og Úkraínumanna hins vegar. Aðrir segja hins vegar óhætt að telja þau skil 300 árum eldri. eða síðan á 13. öld þegar Rús-ríkin í Kyiv og nágrenni komust undir ægishjálm ríkjanna í vestri en furstadæmin í norðri voru undirokuð af Mongólum.

Þar á meðal Moskvuríkið eftir að það varð til.

Eins og Cortés í ríki Azteka

Hvað sem því líður: Eftir að Ívan 4. hafði knésett mongólsku ríkin í Kazan og Astrakan fór athygli Rússa að beinast að löndunum handan Úralfjalla, ekki síst vegna arðvænlegra loðdýraveiða sem ættbálkar þar stunduðu, einkum í hinum miklu skógum í norðri.

Eina eiginlega ríkið á svæðinu handan fjallanna var furstadæmið (khan-veldið) Síbír. Stjórnarherrar þar voru af Mongólaættum, höfðu undirgengist íslam og litu á sig sem arftaka Gullnu hjarðarinnar en þegnarnir voru hins vegar af fjölmörgu ætterni og trúðu á „stokka og steina“ eins og það var orðað á sínum tíma.

Það er að segja, trúðu á náttúruöflin í ýmsum myndum og sjamanar („töframenn“) voru þeirra prestar.

Athyglisvert er hve hin fyrsta nýlendusókn Rússa inn í Síberíu var svipuð nýlendusókn vestrænna ríkja víða um veröldina, sem var þá tiltölulega nýhafin. Oftar en ekki voru það ævintýramenn og lukkuriddarar í leit að skjótfengnum gróða sem stýrðu hinum fyrstu herferðum á framandi slóðir en ríkisvaldið fylgdi svo á eftir.

Fyrsti leiðangur Rússa á hendur Síbír minnir til dæmis ekki lítið á herferð spænska herstjórans Cortés gegn ríki Azteka en átti sér þó stað 60 árum síðar.

„Leiðangur Rússa á hendur Síbír minnir mest á herferð spænska herstjórans Cortés gegn Aztekum“

Samið við Stroganov

Ívan 4. hafði samið við Stroganov-ættina í Rússlandi um að hún þreifaði fyrir sér handan Úralfjalla í umboði hans. Ættin réði svo sjóræningjaforingja af Volgu til að annast málið.

Érmak hét sá og er fátt um hann vitað, nema yfirleitt flokkast hann sem Kósakki en hvað það þýddi um þær mundir getur farið milli mála. Altént var Érmak djarfur og dugandi herforingi og lagði upp 1582, að talið er, með um 800 manna herflokk og fór með menn sína á bátum eftir stórfljótum langt inn í hjarta Síbírríkis.

Rétt eins og Cortés í Mexíkó lét Érmak sem hann væri kominn til að kristna og siðvæða voðalega villimenn og heiðingja en það var þó gróðavonin ein sem rak hann og félaga áfram.

Og þar sem Tjúbasjhöfði stendur út í Irtisjfljót kom her khansins í Síbír á móti Rússum en var gersigraður — byssurnar sem Rússar höfðu réðu þar baggamun móti frumstæðum vopnum Síbírkhans.

Á bökkum árinnar á bardagasvæðinu er nú borgin Tobolsk.

Brynja frá Ívani grimma

Khaninn lagði á flótta og þegar Ívan keisari frétti af þessum atburði reiddist hann Érmak í fyrstu fyrir að koma öllu í bál og brand. Hann áttaði sig þó fljótlega á tækifærinu sem þarna gafst til að hrifsa gróðann af loðdýraveiðunum undir Moskvuvaldið.

Þá lét Ívan (kallaður hinn „grimmi“) að sögn útbúa Érmak eina glæsilega brynju til merkis um að nú væri hann foringi á vegum Rússakeisara.  

Áfram hélt svo sóknin í austur og verður greint frá því á þessum vettvangi öðru hvoru á næstunni. Þá kemur og í ljós hvað varð um brynju Érmas.

Á sautjándu öldinni stöðvuðust sóknartilraunir Rússa í vesturátt nær alveg, eins og áður var drepið á, sem og í suður inn í Úkraínu, en sóknin í austur varð óaflátanleg. Rússnesk bændaþorp skutu upp kollinum hvarvetna á svæðinu að Úralfjöllum og þjóðinni fjölgaði.

Og Rússar fóru líka í vaxandi mæli yfir Úralfjall og námu land í Síberíu í stórum stíl þrátt fyrir oft harða mótspyrnu heimamanna.

Fyrir slysni í öðru húsi

Athyglisvert er hvernig hinn víðfrægi rússneski sagnfræðingur Vasilí Kljutévskí (1841–1911) lýsti afleiðingum þessarar útþenslu. Hann var sannarlega enginn andófsmaður gegn hefðbundnum rússneskum viðhorfum 19. aldar (og síðar) um að Rússar ættu rétt á að ráða öllum slavneskum löndum.

Kljutévsí talaði til dæmis óhikað um Úkraínu sem „Litla Rússland“ eins og gjarnan var gert á hans dögum.

En Kljutévskí sagði líka að landvinningarnir á 17. öldinni hefðu blásið Rússum í brjóst þeirri óþægilegu tilfinningu að þeir hefðu álpast til að setjast til bráðabirgða að í húsi sem aðrir ættu.

„Gestur í eigin húsi“

Kljutévskí notaði svipuð orð um þann mann sem öllum öðrum fremur staðfesti og blés út heimsveldishugmyndir Rússa, Pétur mikla keisara.

Honum hefði þótt hann vera „gestur í eigin húsi“, skrifaði Kljutévskí.

Og eins og Alexander Etkind hefur bent á var sagnfræðingurinn Sergei Solovjov (1820–1879) líka á því að samband hins óbreytta Rússa við „hina heilögu rússnesku jörð“, sem oft var og er kölluð svo, væri ekki öll þar sem hún væri séð. Solovjov átti meiri þátt en margir í að móta hina nú svo hefðbundnu mynd af hinni rússnesku þjóðarsál en hann talaði samt um að Rússland sjálft, náttúran, væri ekki „móðir Rússa, heldur stjúpmóðir“.

„Ókunnugir í sjálfum sér“

Etkind bendir á að stundum sé Rússum lýst eins og þeir séu „ókunnugir í sjálfum sér“ eins og Julia Kristeva orðaði það. Og af lýsingum hans og fleiri mætti jafnvel ætla að þeir kunni að vera haldnir „imposter syndrome“ sem nú er kallað: þegar fólki finnst innst inni að það sé komið á einhvern stað í lífinu án þess að eiga það skilið og án þess í rauninni að hafa hæfileika til.

Og hvenær sem er gæti komist upp um mann!

Loddaralíðan hefur þetta verið kallað á íslensku.

En að sálgreina heilar þjóðir er þó vissulega mjög varasamt sport, svo ekki sé fastar að orði kveðið, og ég hætti mér því ekki lengra út á þá braut.

Hins vegar er vert að skoða fleiri áfanga í nýlendusögu Rússa, enda verður það gert.

Seinna, seinna ...

Og þá mun víkja sögunni að því sem Rússar sjálfir kalla gjarnan að „nýlenduvæða sjálfa sig“ eða „innri nýlenduvæðingu“.

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Magnus Magnusson skrifaði
    Áhugaverð grein um einkar flókna sögu þar sem líklega verður eitthvað verður um flest deilt.
    1
  • Axel Axelsson skrifaði
    þetta er ótrúlegur hrærigrautur sem gerist einmitt þegar menn blanda saman áróðursbulli við söguna . . .
    -3
    • SSS
      Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
      Og hver er nú áróðurinn Axel ?
      4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...
Fyrstu forsetakosningar á Íslandi: Hver verður „hótelstjóri á Bessastöðum“?
Flækjusagan

Fyrstu for­seta­kosn­ing­ar á Ís­landi: Hver verð­ur „hót­el­stjóri á Bessa­stöð­um“?

Það fór klið­ur um mann­fjöld­ann á Þing­völl­um þeg­ar úr­slit í fyrstu for­seta­kosn­ing­um á Ís­landi voru kynnt í heyr­anda hljóði þann 17. júní 1944. Undr­un­ar- og óánægjuklið­ur. Úr­slit­in komu reynd­ar ekk­ert á óvart. Ákveð­ið hafði ver­ið að Al­þingi kysi fyrsta for­seta Ís­lands á þing­fundi á þess­um degi og þar með yrði Ís­land lýð­veldi og kóng­ur­inn í Dan­mörku end­an­lega afskaff­að­ur. Þessi fyrsti...

Mest lesið

Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
1
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Þetta er hálfgerður öskurgrátur
3
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.
Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?
5
Greining

Hvað gera Ás­geir og fé­lag­ar á morg­un?

Tveir valda­mestu ráð­herr­ar lands­ins telja Seðla­bank­ann geta lækk­að stýri­vexti á morg­un en grein­ing­ar­að­il­ar eru nokk­uð viss­ir um að þeir hald­ist óbreytt­ir. Ef það ger­ist munu stýri­vext­ir ná því að vera 9,25 pró­sent í heilt ár. Af­leið­ing vaxta­hækk­un­ar­ferl­is­ins er með­al ann­ars sú að vaxta­gjöld heim­ila hafa auk­ist um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um.
Lea Ypi
10
Pistill

Lea Ypi

Kant og mál­stað­ur frið­ar

Lea Ypi er albansk­ur heim­speki­pró­fess­or sem vakti mikla at­hygli fyr­ir bók um upp­eldi sitt í al­ræð­is­ríki En­ver Hoxha, „Frjáls“ hét bók­in og kom út á ís­lensku í hittið­fyrra. Í þess­ari grein, sem birt er í Heim­ild­inni með sér­stöku leyfi henn­ar, fjall­ar hún um 300 ára af­mæli hins stór­merka þýska heim­spek­ings Imm­anu­el Kants og hvað hann hef­ur til mál­anna að leggja á vor­um tím­um. Ill­ugi Jök­uls­son þýddi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár