Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Snævi þakinn ævintýraheimur og systrakærleikur

Söng­leik­ur­inn Frost lað­ar að unga sem aldna, enda sag­an fræg. Leik­hús­gagn­rýn­and­inn Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir rýn­ir í upp­færsl­una.

Snævi þakinn ævintýraheimur og systrakærleikur
Hildur Vala sem Elsa Söngleikur upp úr hinni frægu og ástsælu sögu Frost hefur nú raungerst í Þjóðleikhúsinu.
Leikhús

Frost

Niðurstaða:

Þjóðleikhúsið

Tónlist og söngtextar: Kristen Anderson-Lopez og Robert Lopez

Handrit: Jennifer Lee

Þýðing: Bragi Valdimar Skúlason

Leikstjórn: Gísli Örn Garðarsson

Leikarar: Hildur Vala Baldursdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir, Jósefína Dickow Helgadóttir / Nína Sólrún Tamimi, Emma Máney Emilsdóttir / Iðun Eldey Stefánsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Kjartan Darri Kristjánsson, Almar Blær Sigurjónsson, Ernesto Camilo Aldazábal Valdés, Viktoría Sigurðardóttir, Atli Rafn Sigurðsson, Bjarni Snæbjörnsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sigurbjartur Sturla Atlason, Örn Árnason, Edda Arnljótsdóttir, Ebba Katrín Finnsdóttir / María Thelma Smáradóttir, Árni Gunnar Magnússon / Garðar Sigur Gíslason, Embla María Jóhannsdóttir / Halla Björg Guðjónsdóttir, Aron Gauti Kristinsson, Kormákur Erlendsson, Sindri Gunnarsson, Adriana Alba Pétursdóttir og Andrea Ísold Jóhannsdóttir

Leikmynd: Börkur Jónsson

Búningar: Christina Lovery

Lýsing: Torkel Skjærven

Tónlistarstjórn: Andri Ólafsson og Birgir Þórisson

Hljóðhönnun: Þóroddur Ingvarsson og Brett Smith

Dans og sviðshreyfingar: Chantelle Carey

Myndbandshönnun: Ásta Jónína Arnardóttir

Gefðu umsögn

Eftirvænting var áþreifanleg í Þjóðleikhúsinu síðastliðinn laugardag og yngstu áhorfendurnir svoleiðis skoppuðu inn í leikhúsið. Mætt til leiks voru allmargar Elsur, nokkrar Önnur og meira að segja einn Ólafur í fullum skrúða til að sjá Disney-söngleikinn Frost á leiksviði.

Fyrir þrjátíu árum, eða í apríl 1994, var Disney-útgáfan af Fríðu og dýrinu frumsýnd á Broadway. Sýningin átti eftir að marka tímamót hjá fyrirtækinu, verða mikilvægur hluti af endurreisn Disney á tíunda áratugnum og umbreyta söngleikjauppfærslum á Broadway. Nærri tuttugu árum seinna kom Frost sem stormsveipur í kvikmyndahús og varð órjúfanlegur hluti af uppeldi heillar kynslóðar. Óumflýjanlega uppfærslan á Broadway varð ekki sá ofursmellur sem fyrirtækið óskaði en rakaði samt inn seðlum. Gísli Örn Garðarsson var ráðinn af fyrirtækinu til að endurhugsa sviðsetninguna og er uppfærslan risavaxið samnorrænt verkefni. Mikið hvílir á herðum Gísla Arnar en hann lyftir grettistaki með aðstoð frá stórum hópi listafólks. Fyrsta og líklega hugrakkasta skrefið var að endurþýða verkið.

„Mikið hvílir á herðum Gísla Arnar en hann lyftir grettistaki með aðstoð frá stórum hópi listafólks.“

Skeleggur Bragi Valdimar

Bragi Valdimar Skúlason mætir skeleggur til leiks og töfrar fram sérdeilis góða þýðingu, bæði talað mál og söngtexta. Orðfærið er uppfært til að passa inn í samtímann en þýðandi gætir þess þó að sáldra ekki of miklum slettum yfir ævintýraheiminn. Söngtextarnir lifna við í túlkun tónlistarstjóranna og þrumandi hljómsveitar.

Söguþráðinn þarf kannski ekki að kynna fyrir mörgum en í stuttu máli fjallar Frost um ævintýri og örlög systranna Elsu og Önnu sem eru aðskildar í æsku eftir töfraslys, en náðargáfu fjölskyldunnar verður að halda leyndri fyrir almenningi þó ástæður þess séu eilítið óljósar. Eftir annað töfraslys við krýningarathöfn Elsu flýr hún konungsríkið í leit að frelsi en Anna er staðráðin í að hjálpa systur sinni að snúa aftur til samfélagsins.

Vala Kristín er stórt hjarta sýningarinnar

Hildur Vala Baldursdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir leika systurnar, Elsu og Önnu. Ætla mætti að aðalhetja sögunnar sé Elsa en einangrun hennar, innri barátta og hræðsla við eigin töframátt fellur í skuggann af svaðilför Önnu, bæði líkamlega og tilfinningalega. Hildur Vala er með kraftmikla söngrödd sem fær svo sannarlega að njóta sín í stóra númeri sýningarinnar, Ég er frjáls, en er svolítið fjarlæg í framkomu. Vala Kristín er stóra hjarta sýningarinnar þar sem leikur og söngur smella saman í frammistöðu sem er hrífandi og bráðfyndin í senn. Anna sprettur ljóslifandi fram í öllum sínum brussuskap og barnalegheitum, mannleg og samúðarfull.

Mennina í þeirra lífi, reyndar er einn þeirra snjókarl, leika Guðjón Davíð Karlsson, Kjartan Darri Kristjánsson og Almar Blær Sigurjónsson. Hver og einn þeirra kemur með eitthvað ólíkt að borðinu: Guðjón Davíð heillar börnin upp úr skónum í hlutverki Ólafs, Kjartan Darri dugmikill í hlutverki Kristjáns og Almar Blær er í essinu sínu í hlutverki Hans, draumaprinsins sem er ekki allur eins þar sem hann er séður.

„Þegar öllu er á botninn hvolft er Frost ekki um hetjudáðir einstaklinga heldur samvinnu og fjölskyldukærleik sem er holl áminning fyrir nútímasamfélag“

Ungt fólk að springa úr hæfileikum

Minni hlutverkin eru mýmörg. Þar má helst nefna Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og Bjarna Snæbjörnsson, bæði taka þau sín smáu hlutverk föstum tökum og eiga skínandi senur. Aðrir fullorðnir leikarar hverfa svolítið í bakgrunninn en í heildina leggjast allir á árarnar til að sigla þessari gildu galeiðu í höfn. Yngri útgáfurnar af systrunum hrífa áhorfendur með sér með einlægnina að vopni. Forvitnilegt verður að sjá þegar þessi yngsta kynslóð leikara vex úr grasi því þetta unga fólk er að springa úr hæfileikum, enda hafa þau fengið góða skólun.

Hæfileikaríkir ungir leikarar. Forvitnilegt verður að sjá þegar þessi yngsta kynslóð leikara vex úr grasi því þetta unga fólk er að springa úr hæfileikum, enda hafa þau fengið góða skólun.

Gísli Örn stýrir herlegheitunum með traustri hendi. Áherslan er sett á leikhústöfrana, ekki skemmtigarðinn. Eitt lítið trampólín falið í fjölunum getur nefnilega vakið töluvert meiri kæti en tölvuvæddar kúnstir. Leikmyndahönnun Barkar Jónssonar endurspeglar þessa hugmyndafræði með litríkri og leikandi leikmynd sem gefur leikhópnum rými til að ferðast um stóra sviðið nánast án takmarkana. Sviðsfólkið á heiður skilið fyrir sitt framtak. Að sjá Kristján svífa á vængjum ástarinnar minnir skemmtilega á uppfærslu Vesturports á Rómeó og Júlíu. Ásta Jónína Arnardóttir sprengir skalann með frábærri myndbandshönnun. Leikhústöfrarnir eru síðan skrúfaðir í botn undir stærsta lagi sýningarinnar, Ég er frjáls, í eftirminnilegu sjónarspili. Regnbogaregnhlífin er síðan lítil en gullfalleg viðbót undir lok sýningarinnar, smáatriðin skipta nefnilega öllu máli.

Um fjölskyldukærleika

Margt gerir búningahönnuðurinn Christina Lovery vel og þar eru kjólar Elsu í sérflokki en annað heppnast síður. Þar ber helst að nefna ballkjólana í byrjun sýningar sem orka gamaldags, fyrirferðarmiklir og krumpaðir. Einnig eru lopasundfötin nánast heilsuspillandi sjónmengun og hárkollurnar misjafnar að gæðum. Chantelle Carey þekkir stóra svið Þjóðleikhússins vel enda eru sviðshreyfingarnar sem saumaðar inn í framvinduna. Dansatriðin eru orkumikil en skilja takmarkað eftir sig, fyrir utan Þetta reddast sem er dansandi skemmtun.

Frost hefur nú þegar slegið í gegn enda yfir fjörutíu sýningar komnar í sölu, aftur á móti er miðaverðið í dýrara lagi og ekki hlaupið að því að kaupa miða fyrir vísitölufjölskylduna. Gísli Örn stýrir Disney-galeiðunni í örugga höfn með leikhústöfrana að leiðarljósi. Vala Kristín er hrífandi hjarta söngleiksins en Hildur Vala klifrar í hæstu hæðir með túlkun sinni á Ég er frjáls. Þegar öllu er á botninn hvolft er Frost ekki um hetjudáðir einstaklinga heldur samvinnu og fjölskyldukærleik sem er holl áminning fyrir nútímasamfélag.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
1
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
3
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Aukinn einkarekstur:  „Ég hef líka áhyggjur af þessu“
4
Fréttir

Auk­inn einka­rekst­ur: „Ég hef líka áhyggj­ur af þessu“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að líkt og for­stjóri Land­spít­al­ans hafi hún áhyggj­ur af auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu. Áhyggj­urn­ar snú­ist fyrst og fremst að því að ef við sofn­um á verð­in­um geti auk­in út­vist­un heil­brigð­is­þjón­ustu leitt til meiri ójöfn­uð­ar á Ís­landi. Þá verði að gæta sér­stak­lega að því að veikja ekki Land­spít­al­ann.
Popúlísk aðferð til að ná eyrum óöruggra karla
5
Greining

Po­púlí­sk að­ferð til að ná eyr­um óör­uggra karla

Po­púl­ist­ar karl­mennsk­unn­ar njóta sí­vax­andi vin­sælda. Í spjalli Skoð­ana­bræðra við Pat­rik Atla­son virt­ist ljóst að kon­ur eigi að til­heyra hlut­verki hefð­bund­inn­ar hús­móð­ur á með­an að karl­inn sér fyr­ir tekj­um heim­il­is­ins. Ung­ir karl­menn eru stöð­ugt áreitt­ir af al­gór­yþm­um sam­fé­lags­miðla með pre­dik­ur­um goð­sagna­kenndr­ar karl­mennsku, enda­lausu klámi og óraun­hæf­um mark­mið­um sem grafa und­an sjálfs­vit­und þeirra.
Gerir starfsfólki kleift að geta sjálft mælt sig reglulega
7
Nýsköpun

Ger­ir starfs­fólki kleift að geta sjálft mælt sig reglu­lega

Ef­fect er lít­ið fyr­ir­tæki stað­sett rétt fyr­ir ut­an Borg­ar­nes sem býð­ur upp á hug­bún­að­ar­lausn til að mæla hæfn­is­gat starfs­manna. „Ég hef al­veg far­ið inn í fyr­ir­tæki þar sem stjórn­end­ur horfa fyrst á mig stór­um aug­um og halda að þetta muni ekki ganga. En núna hef ég far­ið í gegn­um þetta með yf­ir tutt­ugu fyr­ir­tækj­um,“ seg­ir stofn­and­inn.
„Þetta snýst um að gera vel við börn“
9
Fréttir

„Þetta snýst um að gera vel við börn“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að fá­tækt erf­ist eins og áföll. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að hjálp­ast að við að bæta að­stæð­ur þeirra sem minnst beri úr být­um. Sá hóp­ur glími frek­ar við lang­vinna sjúk­dóma sem geti dreg­ið veru­lega úr lífs­gæð­um og stytt líf þeirra. „Við þurf­um að horf­ast í augu við þetta og byrja á að huga að börn­un­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
5
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
9
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár