Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sex í gæsluvarðhald eftir aðgerðir lögreglu í gær

Sex voru hand­tek­in eft­ir um­fangs­mikl­ar að­gerð­ir lög­regl­unn­ar í gær. Far­ið verð­ur fram á að þau sæti viku­löngu gæslu­varð­haldi á grund­velli rann­sókn­ar­hags­muna.

Sex í gæsluvarðhald eftir aðgerðir lögreglu í gær
Pho Vietnam lokaður Húsleitir voru gerðar á fjölda staða í eigu Davíðs Viðarssonar í gær. Mynd: Golli

Vikulangs gæsluvarðhalds verður krafist yfir þremur körlum og þremur konum eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu í gær. Er þetta á grundvelli rannsóknarhagsmuna að því er kemur fram í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. 

Tilefni aðgerða lögreglu í gær voru rökstuddur grunur um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og grunur um skipulagða brotastarfsemi.

Aðgerðir þessar fóru fram bæði á höfuðborgarsvæðinu og utan þess og stóðu yfir í allan gærdag. Á annað hundrað tóku þátt í þeim, þar af um 80 starfsmenn lögreglu og fjöldi starfsfólks stofnana og félagasamtaka. 

25 húsleitir voru framkvæmdar. Grunsemdir eru uppi um að talsverður fjöldi fólks hafi orðið fyrir mansali. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár