Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hættir kennslu eftir rasísk ummæli

Helgi Helga­son, mennta­skóla­kenn­ari sem við­hafði niðr­andi og rasísk um­mæli um palestínsk­an kepp­anda í Söngv­akeppni sjón­varps­ins, er kom­inn í leyfi frá störf­um. Hann mun hætta í fram­hald­inu.

Hættir kennslu eftir rasísk ummæli
Kennarinn Helgi Helgason mun hætta að kenna við ML í kjölfar ummælanna. Mynd: Kristinn Magnússon

Kennari við Menntaskólann á Laugarvatni sem viðhafði niðrandi ummæli um Bashar Murad, keppanda í Söngvakeppni sjónvarpsins, er kominn í leyfi. Í framhaldi verður gengið frá starfslokum mannsins, Helga Helgasonar. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólameistara mennaskólans, Jónu Katrínu Hilmarsdóttur. 

„Sú orðræða sem Helgi hefur viðhaft samræmist ekki stefnu eða einkennum skólans,“ segir í tilkynningunni. „Stjórn skólans og Helgi hafa sammælst um að hann fari í leyfi frá og með deginum í dag og í kjölfarið verði gengið frá starfslokum.“

Helgi kenndi dönsku og fjármálalæsi við Menntaskólann að Laugarvatni. Um helgina skrifaði hann færslu í umræðuhóp Íslensku Þjóðfylkingarinnar á Facebook. Helgi var um tíma formaður flokksins þegar hann bauð sig fram í þingkosningum árið 2016. 

Kallaði Bashar fulltrúa Hamas

Í færslunni fjallaði Helgi um lokakeppni Söngvakeppni sjónvarpsins sem haldin var á laugardaginn og spurði hvort Helgi úrslitum keppninnar yrði hagrætt.

„[Æ]tla þeir hjá RÚV að láta grenjandi og illa skeindann Palistínuaraba vinna?“ skrifaði Helgi. 

Í færslunni, sem einnig hefur verið sögð bera ríkan keim af kvenfyrirlitningu, hvatti Helgi lesendur til þess að leggjast á eitt kjósa „eitthvað annað en fulltrúa hryðjuverkasamtakanna HAMAS“.

Upphaflegri færslu Helga hefur verið breytt, en skjáskot af færslunni voru birt á af Karenu Kjartansdóttur á Facebook-hópnum „Afhjúpum kvenfyrirlitningu og almennt hatur á samfélagsmiðlum.“ 

Í samtali við Heimildina í gær sagði skólameistarinn Jóna Katrín að ummæli Helga gengju gegn stefnu skólans. 

„Stefna skólans er skýr inn á menntaskólasíðunni og þetta samræmist á engan hátt því sem við viljum standa fyrir eða höfum verið að vinna að í mörg mörg ár.“

Fréttin hefur verið uppfærð

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Hann hefur einhverstaðar orðið fyrir hnjaski sem hann ræður ekki við, gteyið.
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Kennarar - sem eru í raun opinberir embættismenn verða að hafa pólitískar skoðanir sínar fyrir sjálfa sig eða fá sér aðra vinnu. Þátttaka kennara og skólastjóra í stjórnmálum hefur yfirleitt gefist ílla.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár