Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Rasísk ummæli framhaldsskólakennara tekin til skoðunar

Færsla sem kenn­ari við Mennta­skól­ann að Laug­ar­vatni birti á sam­fé­lags­miðl­um hef­ur vak­ið at­hygli. Í færsl­unni tjáði kenn­ar­inn sig um Söngv­akeppni sjón­varps­ins og einn kepp­and­ann, Bash­ar Murad. Þykja um­mæl­in bera rík­an keim af ras­isma og kven­fyr­ir­litn­ingu. Skóla­meist­ari ML seg­ist hafa feng­ið marg­ar ábend­ing­ar um færslu kenn­ar­ans og að starfs­fólki skól­ans sé brugð­ið.

Rasísk ummæli framhaldsskólakennara tekin til skoðunar
Ummæli kennarans beindust að palestínska keppandanum Bashar Murad sem flutti lagið „Wild West“ á laugardaginn Mynd: RÚV

Skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni segir að sér hafi borist fjölmargar ábendingar frá fólki um rasísk ummæli sem kennari skólans birti á samfélagsmiðlum um úrslitakvöld Söngvakeppni sjónvarpsins. 

„Fólki er brugðið,“ segir Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, í samtali við Heimildina. Hún segir skólastjórnendur hafi fengið ábendingar úr mörgum áttum og þegar í stað tekið mál kennarans til skoðunar

„Við höfum verið að vinna þetta mál í dag og munum ná niðurstöðu í málið í kvöld og ég geri ráð fyrir því að við sendum formlega yfirlýsingu á heimasíðu skólans fyrir hádegi á morgun.“

Jóna segir að mál sem þessi séu afar vandasöm til meðferðar og nefnir sérstaklega að málfrelsi einstaklinga vegi þungt. „Og meðan þeir eru einmitt að lýsa sínum skoðunum eins og þarna í þessu dæmi, í sínum einkatíma en ekki á vinnustaðnum þá sé þeirra réttur bara mjög sterkur. Þetta er gríðarleg klemma fyrir stofnanir.“  

Ummæli …

Kjósa
41
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SA
    Silja Aðalsteinsdóttir skrifaði
    Mér finnst svolítið fyndið að menntaskólakennari skuli ekki kunna n-reglurnar. En hann er auðvitað að ítreka yfirburði karlkynsins með þessum auka n-um.
    3
    • Kristín Guðnadóttir skrifaði
      Hjó eftir þessu líka. Karlangin(n).
      1
  • GKB
    Guðmundur Karl Björnsson skrifaði
    Kemur mér á óvart...ekki heyrt þennan frasa síðan ég var barnungur (1960 eða þar um bil), en þá sagði einhver jafnaldra strákur við mig: Þú ert eins og illa skeindur Arabi á hvolfi.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu