Skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni segir að sér hafi borist fjölmargar ábendingar frá fólki um rasísk ummæli sem kennari skólans birti á samfélagsmiðlum um úrslitakvöld Söngvakeppni sjónvarpsins.
„Fólki er brugðið,“ segir Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, í samtali við Heimildina. Hún segir skólastjórnendur hafi fengið ábendingar úr mörgum áttum og þegar í stað tekið mál kennarans til skoðunar
„Við höfum verið að vinna þetta mál í dag og munum ná niðurstöðu í málið í kvöld og ég geri ráð fyrir því að við sendum formlega yfirlýsingu á heimasíðu skólans fyrir hádegi á morgun.“
Jóna segir að mál sem þessi séu afar vandasöm til meðferðar og nefnir sérstaklega að málfrelsi einstaklinga vegi þungt. „Og meðan þeir eru einmitt að lýsa sínum skoðunum eins og þarna í þessu dæmi, í sínum einkatíma en ekki á vinnustaðnum þá sé þeirra réttur bara mjög sterkur. Þetta er gríðarleg klemma fyrir stofnanir.“
Athugasemdir (3)