Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Rasísk ummæli framhaldsskólakennara tekin til skoðunar

Færsla sem kenn­ari við Mennta­skól­ann að Laug­ar­vatni birti á sam­fé­lags­miðl­um hef­ur vak­ið at­hygli. Í færsl­unni tjáði kenn­ar­inn sig um Söngv­akeppni sjón­varps­ins og einn kepp­and­ann, Bash­ar Murad. Þykja um­mæl­in bera rík­an keim af ras­isma og kven­fyr­ir­litn­ingu. Skóla­meist­ari ML seg­ist hafa feng­ið marg­ar ábend­ing­ar um færslu kenn­ar­ans og að starfs­fólki skól­ans sé brugð­ið.

Rasísk ummæli framhaldsskólakennara tekin til skoðunar
Ummæli kennarans beindust að palestínska keppandanum Bashar Murad sem flutti lagið „Wild West“ á laugardaginn Mynd: RÚV

Skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni segir að sér hafi borist fjölmargar ábendingar frá fólki um rasísk ummæli sem kennari skólans birti á samfélagsmiðlum um úrslitakvöld Söngvakeppni sjónvarpsins. 

„Fólki er brugðið,“ segir Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, í samtali við Heimildina. Hún segir skólastjórnendur hafi fengið ábendingar úr mörgum áttum og þegar í stað tekið mál kennarans til skoðunar

„Við höfum verið að vinna þetta mál í dag og munum ná niðurstöðu í málið í kvöld og ég geri ráð fyrir því að við sendum formlega yfirlýsingu á heimasíðu skólans fyrir hádegi á morgun.“

Jóna segir að mál sem þessi séu afar vandasöm til meðferðar og nefnir sérstaklega að málfrelsi einstaklinga vegi þungt. „Og meðan þeir eru einmitt að lýsa sínum skoðunum eins og þarna í þessu dæmi, í sínum einkatíma en ekki á vinnustaðnum þá sé þeirra réttur bara mjög sterkur. Þetta er gríðarleg klemma fyrir stofnanir.“  

Ummæli …

Kjósa
41
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SA
    Silja Aðalsteinsdóttir skrifaði
    Mér finnst svolítið fyndið að menntaskólakennari skuli ekki kunna n-reglurnar. En hann er auðvitað að ítreka yfirburði karlkynsins með þessum auka n-um.
    3
    • Kristín Guðnadóttir skrifaði
      Hjó eftir þessu líka. Karlangin(n).
      1
  • GKB
    Guðmundur Karl Björnsson skrifaði
    Kemur mér á óvart...ekki heyrt þennan frasa síðan ég var barnungur (1960 eða þar um bil), en þá sagði einhver jafnaldra strákur við mig: Þú ert eins og illa skeindur Arabi á hvolfi.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár