Karlmaður stökk yfir handrið sem skilur að þingpalla og þingsal laust fyrir klukkan fjögur í dag, á sama tíma og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra mælti með umdeildu útlendingafrumvarpi sínu.
Maðurinn kallaði að um væri að ræða vont frumvarp og hótaði að skaða sig, samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar. Þrír þingverðir skárust í leikinn og fjarlægðu manninn og tvo aðra sem höfðu setið á pallinum með honum.
Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, frestaði þingfundinum í nokkrar mínútur. Nú er hann hafinn að nýju.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í færslu á Facebook að þingmenn væru slegnir yfir látunum.
Athugasemdir (2)