Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ætlaði að stökkva út í þingsalinn

Læti brut­ust út í þingsal þeg­ar mað­ur stökk yf­ir hand­rið­ið sem skil­ur að sal­inn og þing­pall­ana þeg­ar dóms­mála­ráð­herra mælti fyr­ir út­lend­inga­frum­varpi sínu. Mað­ur­inn hróp­aði að um væri að ræða vont frum­varp og hót­aði að skaða sig.

Ætlaði að stökkva út í þingsalinn
Kominn yfir Maðurinn hafði setið fundinn ásamt tveimur öðrum og stökk yfir handrið stúkunnar. Mynd: Golli

Karlmaður stökk yfir handrið sem skilur að þingpalla og þingsal laust fyrir klukkan fjögur í dag, á sama tíma og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra mælti með umdeildu útlendingafrumvarpi sínu. 

Maðurinn kallaði að um væri að ræða vont frumvarp og hótaði að skaða sig, samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar. Þrír þingverðir skárust í leikinn og fjarlægðu manninn og tvo aðra sem höfðu setið á pallinum með honum. 

Maðurinn borinn í burtuMennirnir þrír voru allir fjarlægðir úr stúkunni.

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, frestaði þingfundinum í nokkrar mínútur. Nú er hann hafinn að nýju. 

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í færslu á Facebook að þingmenn væru slegnir yfir látunum.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HPE
    Helgi Páll Einarsson skrifaði
    Var þingmönnum Sjálfstæðisflokksins boðin áfallahjálp?
    3
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Því miður í boði Góða Fólksinsvinstri Millistéttar
    -8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár