Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Baðgestir fluttir úr Bláa lóninu í goslausu kvikuhlaupi

Kviku­hlaup hófst klukk­an 15.55 í dag en óvissa er um hvort gos brjót­ist upp í gegn­um jarð­skorp­una nú. Ekki er hægt að úti­loka gos við Bláa lón­ið, sem 600 til 800 manns þurftu að rýma við kviku­hlaup­ið.

Baðgestir fluttir úr Bláa lóninu í goslausu kvikuhlaupi
Bláa lónið í gær Hundruð manna eru í Bláa lóninu yfir daginn og fjöldi gesta gista þar á tveimur hótelum. Mynd: Golli

Skjálftavirkni í nýhöfnu kvikuhlaupi í Sundhnúksgígaröðinni sem hófst um miðjan dag færðist til suðurs í áttina að Grindavík og koðnaði niður. Þetta gerist í meirihluta kvikuhlaupa, að kvikan nær ekki til yfirborðsins, eða í um 60% til 80% tilfella.

Öflug smáskjálftahrina hófst í Sundhnúksgígaröðinni klukkan 15.55 í dag. Um 600 til 800 gestir Bláa lónsins heyrðu viðvörunarflautur og var gert að yfirgefa lónið. Í fréttum RÚV kom fram að bílar ferðamanna væri innan við lokunarpósta, þar sem fólk freistaði þess að ná myndum af upphafi nýs goss.

Kvikuhlaupið kemur úr kvikuhólfi sem liggur beint undir Svartsengi og þar með Bláa lóninu. Jarðfræðingar gera ráð fyrir því að kvika komi áfram upp austan við Bláa lónið, á sprungu sem liggur frá suðvestri í Grindavík norðaustur eftir Sundhnúksgígaröðinni. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segist í viðtali við Rás 2 ekki útiloka að gos komi upp beint í Svartsengi, í eða við Bláa lónið. 

„Það er náttúrulega alltaf möguleiki á að þetta fari beint upp. Við getum ekki útilokað þá sviðsmynd. Og það er allra versta tilfellið sem við getum fengið því þá er gossprungan inni á Svartsengissvæðinu. Það er náttúrulega ekki gott.“

Ferðamenn við nýja hrauniðÍ gær, rétt eins og eftir rýminguna seinni partinn í dag, voru ferðamenn að skoða hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í síðasta gosi.
Uppfært hættumat VeðurstofunnarMjög mikil hætta er á svæðunum sem merkt eru fjólublá á uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar. Þar er gert ráð fyrir gosopnun án fyrirvara, rétt eins og í Grindavík sjálfri.

Kvikan hefur hins vegar fundið glufu sem liggur eftir sigdal og sprunguna í átt til suðvesturs inn í Grindavík.

„Það virðist vera þannig ástandið þarna að skorpan sem þekur Svartsengissvæðið er þéttari í sér og sterkari. Hún er ekki eins brotin eins og svæðið sitt hvorum megin, eins og svæðið þar sem Sundhnúkar eru og svo aftur á móti þar sem Eldvörp eru. Kvikan er, eins og margir vökvar, að hún leitar eftir auðveldustu leiðinni,“ segir Þorvaldur við RÚV.

Staðsetning skjálftahrinunnar nú var fyrst við suðurenda gossprungunnar sem úr gaus 18. desember í öðru eldgosinu norðan Grindavíkur af þremur. Það fjórða virtist í aðsigi í dag, en líklega var um goslaust kvikuhlaup að ræða.

„Aflögunin sem nú mælist er mun minni en hefur áður mælst í aðdraganda eldgosa. Það gæti bent til þess að minni kvika sé á ferðinni nú en í fyrri eldgosum,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Komi til goss er því líklegt að verði smærra en þau fyrri.

Upphaflega var talið mjög líklegt að fjórða gosið væri í aðsigi norðan við Grindavík. Á sjötta tímanum dró þó úr skjálftavirkni og Veðurstofan dró í land. „Dýpi skjálftavirkninnar bendir ekki til þess að kvika sé að brjóta sér leið til yfirborðs eins og staðan er núna,“ sagði á vef Veðurstofunnar.  „Ein þeirra sviðsmynda sem nefnd hefur verið er að kvikuhlaup verði án þess að til eldgoss komi.“

Enn er verulega líklegt að gos nái yfirborði á næstu dögum, jafnvel þótt kvikuhlaup nú gæti frestað gosi. „Það getur tekið einhverja daga í viðbót fyrir geymsluhólfið að ná að fyllast svo eitthvað fari að gerast,“ segir Þorvaldur Þórðarson jarðfræðingur í viðtali við Rás 2.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár