Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Danski utanríkisráðherrann í innkaupaferð

Lars Løkke Rasmus­sen ut­an­rík­is­ráð­herra Dan­merk­ur var ný­lega á Indlandi og heim­sótti stærsta sjúkra­hús lands­ins. Hann kvaðst von­ast til að ind­versk­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar vilji flytja til Dan­merk­ur þar sem mik­ill skort­ur er á hjúkr­un­ar­fólki. Slík­ar hug­mynd­ir hafa vak­ið gagn­rýni.

Í mörgum Evrópulöndum hefur árum saman verið mikill skortur á hjúkrunarstarfsfólki, einkum hjúkrunarfræðingum. Danmörk hefur ekki farið varhluta af þessu ástandi og samkvæmt spá danska fjármálaráðuneytisins mun vanta um átta þúsund hjúkrunarfræðinga til starfa fram til ársins 2030. Sé horft lengra fram hækkar talan til muna. Ástæðurnar fyrir þessum skorti eru nokkrar, launin sögð of lág, vinnuálagið of mikið, vinnutíminn óhentugur (vaktavinna) og fleira mætti nefna. Síðast en ekki síst hefur ásóknin í nám ekki verið nægileg árum saman og þar við bætist að margir hjúkrunarfræðingar hætta í starfi langt fyrir aldur fram, eða leita í önnur störf.

Margoft rætt í þinginu en lítið gerst fyrr en nú

Ástandið á dönskum sjúkrahúsum, ekki síst mönnunarvandinn eins og það er orðað, hefur margoft verið rætt á danska þinginu, Folketinget. Þar hefur meðal annars verið rætt um  ráðningar hjúkrunarfólks frá fjarlægum löndum, einkum horft til Indlands og Filippseyja. Þær umræður hafa þó litlu skilað fyrr en nú.

Í janúar á þessu ári náði meirihluti flokka á þinginu samkomulagi um erlent vinnuafl í heilbrigðiskerfinu. Og að taka upp viðræður við stjórnvöld á Indlandi og Filippseyjum um samvinnu á þessu sviði.

Í samkomulagi danska þingsins var lögð áhersla á að Danmörk skyldi fylgja leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO, um ráðningu erlends vinnuafls. Þegar samkomulagið var kynnt sagði Sophie Løhde heilbrigðisráðherra að þingmenn hefðu rætt ítarlega um hvort samkomulagið um ráðningu hjúkrunarfólks frá Indlandi og Filippseyjum færi í bága við leiðbeiningar WHO í þessum efnum. „Við hvorki megum né viljum eyðileggja heilbrigðiskerfi og öldrunarþjónustu annarra landa, en bæði Indland og Filippseyjar hafa boðið fram og lýst vilja til samvinnu sem við virðum og þiggjum.“ 

Indlandsferð utanríkisráðherra

Danski utanríkisráðherrann Lars Løkke Rasmussen fór til Delhi á Indlandi 20. febrúar sl. Eftir að hafa setið ráðstefnu um öryggismál heimsótti utanríkisráðherrann stærsta sjúkrahús Indlands, All India Institute of Medical Science. Þar undirritaði ráðherrann samkomulag sem auðveldar indversku heilbrigðisstarfsfólki að flytja til Danmerkur. Við það tækifæri sagði Lars Løkke að samkomulagið væri beggja hagur. „Hér verða til fleiri menntaðir hjúkrunarfræðingar og í Danmörku fjölgar hjúkrunarfræðingum, þetta er win-win,“ sagði ráðherrann. 

Aðspurður sagði ráðherrann að menntun hjúkrunarfræðinga á Indlandi væri mjög sambærileg við menntunina í Danmörku. „Hér er kennt eftir sömu námsskrá og heima.“

„Þetta er win-win“
Lars Løkke Rasmussen

Vinay Preet Singh er framkvæmdastjóri menntastofnunarinnar Telt Health sem menntar indverska hjúkrunarfræðinga sem hyggja á störf erlendis. Hann greindi frá því að um þessar mundir væru við stofnunina tvö þúsund nemar sem að námi lokni færu til Bretlands. Hann sagði að á næsta áratug myndi vanta um eina milljón heilbrigðisstarfsfólks á Bretlandseyjum. Vinay Preet Singh tilkynnti á fundinum með Lars Løkke að hann vildi mjög gjarna taka þátt í að mennta hjúkrunarfræðinga sem hyggðu á störf í Danmörku. Hann sagði að meðal námsgreina þessa hóps yrði danska.

Streyma til annarra landa

Eins og nefnt var framar í þessum pistli að auk Indlands horfa dönsk heilbrigðisyfirvöld einkum til Filippseyja varðandi hjúkrunarfræðinga. Þaðan hefur á undanförnum árum verið stríður straumur hjúkrunarfræðinga til annarra landa, árið 2019 undirrituðu um 17 þúsund filippeyskir hjúkrunarfræðingar atvinnusamninga utan heimalandsins. Um það bil fimmtungur allra filippeyskra hjúkrunarfræðinga starfar erlendis. Yfirvöld á Filippseyjum hafa nú takmarkað fjölda þeirra hjúkrunarfræðinga sem árlega fá heimild til starfa erlendis og miða nú við að árlega fái 5 þúsund slíkt leyfi.

Hefur miklar og alvarlegar afleiðingar

Í kjölfar kórónuveirufaraldursins hættu milljónir hjúkrunarfræðinga á Vesturlöndum störfum. Það hefur aukið eftirspurnina sem er núna tífalt meiri en hún var fyrir tveimur árum.

Howard Catton, framkvæmdastjóri International Council of Nurses, sem eru samtök hjúkrunarfræðinga í 130 löndum, sagði í viðtali við danska útvarpið að ýmis hátekjulönd, þar á meðal Danmörk, fari í innkaupaferðir til annarra landa. „Indland og Filippseyjar eru helstu útflytjendur heilbrigðisstarfsfólks, það hefur afleiðingar og veikir heilbrigðiskerfið í þessum löndum sem ekki mega við slíku,“ sagði Howard Catton. 

Árið 2019 voru 10,5 hjúkrunarfræðingar á hverja þúsund íbúa í Danmörku, á Filippseyjum voru þeir 4,8  og á Indlandi 1,7 á hverja þúsund íbúa. Þess má geta að á Indlandi vantar 2,4  milljónir hjúkrunarfræðinga á þessu ári, ef viðmið WHO um fjölda miðað við íbúatölu á að nást. Í áðurnefndu viðtali sagði Howard Catton ennfremur að innflutningur hjúkrunarfræðinga sé ekki langtímalausn. Þau lönd sem það gera ættu frekar að einbeita sér að fjölga nemum í eigin landi og búa þannig um hnútana að menntaðir hjúkrunarfræðingar hrökklist ekki úr starfi vegna álags og lágra launa.

Á Indlandi vantar 2,4 milljónir hjúkrunarfræðinga á þessu ári, ef viðmið WHO um fjölda miðað við íbúatölu á að nást.

Danskir hjúkrunarfræðingar hafa efasemdir

Kristina Robins, varaformaður samtaka danskra hjúkrunarfræðinga telur það ekki góða hugmynd að flytja inn í stórum stíl hjúkrunarfræðinga erlendis frá, slíkt veiki heilbrigðiskerfið í viðkomandi löndum. „Því fylgja margs konar áskoranir að fá erlenda hjúkrunarfræðinga til starfa. Að minnsta kosti fimm þúsund danskir hjúkrunarfræðingar hafa hætt störfum á síðustu árum, hærri laun og betri vinnuaðstæður gætu fengið hluta þessa hóps til að snúa til baka. Það væri betri lausn en að leita til fjarlægra landa,“ sagði Kristina Robins.

Þess má í lokin geta að í nýgerðum kjarasamningi danskra hjúkrunarfræðinga er gert ráð fyrir talsverðri launahækkun á næstu þremur árum. Að sögn talsmanns hjúkrunarfræðinga er þetta viðurkenning stjórnvalda á baráttu fyrir bættum kjörum.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
3
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
7
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
5
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
7
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
8
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár