Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lítur á stóru ræstingafyrirtækin sem starfsmannaleigur

Val­gerð­ur Árna­dótt­ir, vara­þing­mað­ur Pírata, vill kanna það hvort út­vist­un ræst­inga­þjón­ustu hins op­in­bera sé rétt­læt­an­leg með til­liti til kjara starfs­fólks. Hún vill einnig fá að vita hvort ein­hver ræst­inga­fyr­ir­tæki fái samn­inga við rík­ið um­fram önn­ur.

Lítur á stóru ræstingafyrirtækin sem starfsmannaleigur
Valgerði Árnadóttur, varaþingmanni Pírata, þykir ekki réttlætanlegt að ríki og opinberar stofnanir útvisti ræstingarstörfum í nafni hagræðingar bitni það á þeim sem inna störfin af hendi.

Valgerður Árnadóttir, varaþingmaður Pírata, vill ganga úr skugga um að útvistun ræstingaþjónustu hjá hinu opinbera feli í raun í sér sparnað. Enn fremur vill hún vita hvort sá sparnaður væri þá réttlætanlegur með tilliti til lakra kjara ræstingafólks.

Varaþingmaðurinn sendi á dögunum fyrirspurn til félags- og vinnumarkaðsráðherra um málið. 

Valgerður greindi frá því í Facebook-færslu að hún þekkti starfsvettvanginn nokkuð þar sem hún starfaði við ræstingar hjá Reykjavíkurborg þrisvar í viku þegar hún var í menntaskóla. Þar hafi hún upplifað sig sem hluta af vinnustaðnum – hafi mætt á árshátíðir og þekkt starfsfólkið.

„Svo fór ég að starfa fyrir ISS sem nú heitir Dagar og þá þurfti ég að þrífa miklu stærra húsnæði 5 sinnum í viku fyrir sömu laun,“ skrifar hún. „Á staðnum sem ég þreif fyrir ISS var ég ósýnileg, þekkti engan og var ekki hluti af vinnustað, fyrir utan að búa við lakari kjör,“ skrifar hún.

Kjósa
65
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ólafur Garðarsson skrifaði
    Hef aðeins fengið sýn á þau kjör sem ræstingafólki er boðið í þessum fyrirtækjum. Ætla samt ekki að segja að þau séu öll með sömu kjörin en mig grunar að fyrirtækið sem nákomin mér prófaði að vinna hjá sé eitt af þeim skárri fyrir starfsfólkið. Ætlast var til afkasta sem ég mundi telja yfir mörkum hins eðlilega. Að ein manneskja klári t.d. heilann leikskóla, 3 klósett, eldhús, 2 salir og skrifstofur á 3 klst. Ég hugsaði með mér, þetta getur ekki verið vel þrifið í þessum tímaramma. Ræstitæknir getur verið lengur en fær ekkert borgað umfram þessar 3 klst. Hefði talið að það þyrfti tvær manneskjur í þetta tiltekna verk. Sóst er eftir að fá innflytjendur/flóttamenn í þessi störf. Þau sætta sig við lægri laun og eru ólíklegri að vera með uppsteit vegna vinnutíma, aðstöðu eða annars. Það er mikil samkeppni á þessum markaði og þess vegna þarf að setja regluverk um þetta svo fyrirtækin standi jafnt og þurfi ekki að freystast til að láta keppnina bitna á kjörum og aðstöðu starfsfólksins.
    9
  • Asmundur Richardsson skrifaði
    Flott fyrirspurn og nauðsynleg.
    10
  • Anna Bjarnadóttir skrifaði
    Það er skömm að þessari útvistunarstefnu ríkis og sveitafélaga!
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
1
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
5
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
5
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
6
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár