Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lítur á stóru ræstingafyrirtækin sem starfsmannaleigur

Val­gerð­ur Árna­dótt­ir, vara­þing­mað­ur Pírata, vill kanna það hvort út­vist­un ræst­inga­þjón­ustu hins op­in­bera sé rétt­læt­an­leg með til­liti til kjara starfs­fólks. Hún vill einnig fá að vita hvort ein­hver ræst­inga­fyr­ir­tæki fái samn­inga við rík­ið um­fram önn­ur.

Lítur á stóru ræstingafyrirtækin sem starfsmannaleigur
Valgerði Árnadóttur, varaþingmanni Pírata, þykir ekki réttlætanlegt að ríki og opinberar stofnanir útvisti ræstingarstörfum í nafni hagræðingar bitni það á þeim sem inna störfin af hendi.

Valgerður Árnadóttir, varaþingmaður Pírata, vill ganga úr skugga um að útvistun ræstingaþjónustu hjá hinu opinbera feli í raun í sér sparnað. Enn fremur vill hún vita hvort sá sparnaður væri þá réttlætanlegur með tilliti til lakra kjara ræstingafólks.

Varaþingmaðurinn sendi á dögunum fyrirspurn til félags- og vinnumarkaðsráðherra um málið. 

Valgerður greindi frá því í Facebook-færslu að hún þekkti starfsvettvanginn nokkuð þar sem hún starfaði við ræstingar hjá Reykjavíkurborg þrisvar í viku þegar hún var í menntaskóla. Þar hafi hún upplifað sig sem hluta af vinnustaðnum – hafi mætt á árshátíðir og þekkt starfsfólkið.

„Svo fór ég að starfa fyrir ISS sem nú heitir Dagar og þá þurfti ég að þrífa miklu stærra húsnæði 5 sinnum í viku fyrir sömu laun,“ skrifar hún. „Á staðnum sem ég þreif fyrir ISS var ég ósýnileg, þekkti engan og var ekki hluti af vinnustað, fyrir utan að búa við lakari kjör,“ skrifar hún.

Kjósa
65
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ólafur Garðarsson skrifaði
    Hef aðeins fengið sýn á þau kjör sem ræstingafólki er boðið í þessum fyrirtækjum. Ætla samt ekki að segja að þau séu öll með sömu kjörin en mig grunar að fyrirtækið sem nákomin mér prófaði að vinna hjá sé eitt af þeim skárri fyrir starfsfólkið. Ætlast var til afkasta sem ég mundi telja yfir mörkum hins eðlilega. Að ein manneskja klári t.d. heilann leikskóla, 3 klósett, eldhús, 2 salir og skrifstofur á 3 klst. Ég hugsaði með mér, þetta getur ekki verið vel þrifið í þessum tímaramma. Ræstitæknir getur verið lengur en fær ekkert borgað umfram þessar 3 klst. Hefði talið að það þyrfti tvær manneskjur í þetta tiltekna verk. Sóst er eftir að fá innflytjendur/flóttamenn í þessi störf. Þau sætta sig við lægri laun og eru ólíklegri að vera með uppsteit vegna vinnutíma, aðstöðu eða annars. Það er mikil samkeppni á þessum markaði og þess vegna þarf að setja regluverk um þetta svo fyrirtækin standi jafnt og þurfi ekki að freystast til að láta keppnina bitna á kjörum og aðstöðu starfsfólksins.
    9
  • Asmundur Richardsson skrifaði
    Flott fyrirspurn og nauðsynleg.
    10
  • Anna Bjarnadóttir skrifaði
    Það er skömm að þessari útvistunarstefnu ríkis og sveitafélaga!
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár